Úði+vörn Xtreme 750ml

Vörunúmer 05002434000-544
Fljótleg og handhæg lakkvörn. Efninu er einfaldlega úðað á blautan bílinn eftir þvott og skolað af með vatni! Gefur góðan gljáa, hrindir frá sér vatni og veitir endingagóða vörn gegn óhreinindum.

Notkunarleiðbeiningar:
Þvoið bílinn vel. Hristið brúsann og opnið stútinn. Úðið efninu jafnt úr u.þ.b. 15-20 cm fjarlægð yfir blautan bílinn (u.þ.b. 2-3 úðar á m²). Skolið samstundis af með miklu vatni og þurrkið bílinn.

Athugið:
Notið ekki á heitt yfirborð. Látið efnið ekki þorna. Verjið gegn frosti og geymið ekki við hærri hita en 40°C.
Eiginleikar:
SviðHreinlætisvörur
Fjöldi í kassa: 6 stk.
Ásbjörn Ólafsson ehf er heildverslun og getur þar af leiðandi ekki gefið upp verð eða selt vörur til einstaklinga.

Meira um vöruna

Innihaldslýsing

Viðvörun. Eldfimur vökvi og gufa. Veldur alvarlegri augnertingu. Haldið frá
hitagjöfum, heitum flötum, neistagjöfum, opnum eldi og öðrum íkveikivöldum. Reykingar bannaðar. Notið augnhlífar. BERIST EFNIÐ Í AUGU: Skolið varlega með vatni í nokkrar mínútur. Fjarlægið snertilinsur ef það er auðvelt. Skolið áfram. Ef augnerting er viðvarandi: Leitið læknis. Ef leita þarf læknis skal hafa ílát eða merkimiða tiltæk. Geymist þar sem börn ná ekki til. Fargið íláti/innihaldi á viðeigandi hátt.

Sjáðu hvernig þetta er gert

Strikamerki

4056554003161 (STK)

Upplýsingablöð / Öryggisblöð

Úði+vörn Xtreme 750ml
Úði+vörn Xtreme 750ml

Sonax er framsækið fyrirtæki í framleiðslu og sölu á bílhreinsivörum fyrir almenna notendur, fyrirtæki, bónstöðvar sem og fyrir tæknivæddar bílaþvottastöðvar. Sonax hefur verið á íslenskum markaði í rúm 40 ár og er leiðandi vörumerki á sínu sviði. Sonax Hard Wax hefur verið mest selda bílabónið á Íslandi í áraraðir, enda sérblandað fyrir íslenska markaðinn. Fyrirtækið er margverðlaunað vörumerki og þá ekki síst í heimalandi sínu, Þýskalandi.  

Sjá fleiri vörur frá framleiðanda

Sambærilegar vörur

Frá sama vörumerki