Þvottur+vörn Xtreme 500ml

Vörunúmer 05002442000-544
Rækilegur þvottur og árangursrík vörn - allt í einni vinnulotu! Einfaldur þvottur tryggir hreinleika, fallegan gljáa og langvarandi vörn gegn vatni og óhreinindum.

Notkunarleiðbeiningar:
Skolið laus óhreinindi burt með kröftugri vatnsbunu. Hristið brúsann fyrir notkun. Takið skammtarann af botni brúsans og fyllið til hálfs (u.þ.b. 25 ml). Leysið efnið upp í 10 l af volgu vatni og látið freyða. Þvoið bílinn ofan frá og niður með SONAX svampi. Skolið með miklu vatni og þurrkið með SONAX þurrkklút eða vaskaskinni.

Athugið:
Þvoið ekki bílinn í beinu sólarljósi eða ef lakkið er heitt. Skolið bílinn strax eftir þvott með hreinu vatni til að koma í veg fyrir að leifar af efninu þorni eða vatnsblettir myndist. Verjið gegn frosti og geymið ekki við hærri hita en 40°C.
Eiginleikar:
SviðHreinlætisvörur
Fjöldi í kassa: 6 stk.
Ásbjörn Ólafsson ehf er heildverslun og getur þar af leiðandi ekki gefið upp verð eða selt vörur til einstaklinga.

Meira um vöruna

Innihaldslýsing

15-30% ójónísk yfirborðsvirk efni, ilmefni.

Viðvörun.
Veldur alvarlegri augnertingu. Veldur húðertingu. Notið hlífðarhanska/augnhlífar. BERIST EFNIÐ Í AUGU: Skolið varlega með vatni í nokkrar mínútur. Fjarlægið snertilinsur ef það er auðvelt. Skolið áfram. Ef augnerting er viðvarandi: Leitið læknis. BERIST EFNIÐ Á HÚÐ: Þvoið með miklu vatni. Ef efnið ertir húð: Leitið læknis. Ef leita þarf læknis skal hafa ílát eða merkimiða tiltæk. Geymist þar sem börn ná ekki til. Fargið íláti/innihaldi á viðeigandi hátt.

Í tilgreindri blöndu efnisins með vatni er engin hætta á húð- og augnertingu.

Sjáðu hvernig þetta er gert

Strikamerki

4056554003154 (STK)
4064700242975 (KS)

Upplýsingablöð / Öryggisblöð

Þvottur+vörn Xtreme 500ml
Þvottur+vörn Xtreme 500ml

Sonax er framsækið fyrirtæki í framleiðslu og sölu á bílhreinsivörum fyrir almenna notendur, fyrirtæki, bónstöðvar sem og fyrir tæknivæddar bílaþvottastöðvar. Sonax hefur verið á íslenskum markaði í rúm 40 ár og er leiðandi vörumerki á sínu sviði. Sonax Hard Wax hefur verið mest selda bílabónið á Íslandi í áraraðir, enda sérblandað fyrir íslenska markaðinn. Fyrirtækið er margverðlaunað vörumerki og þá ekki síst í heimalandi sínu, Þýskalandi.  

Sjá fleiri vörur frá framleiðanda

Sambærilegar vörur

Frá sama vörumerki