Hard Wax bón 500ml

Vörunúmer 0503012
SONAX Hard Wax er hágljáavaxbón fyrir allar tegundir lakks. Má nota á nýtt lakk sem og veðrað / slitið lakk. Bónið inniheldur úrvals vax sem viðheldur lakkinu og veitir því framúrskarandi vörn gegn veðrun. Auðvelt og fljótlegt í notkun og má berast á alla ytri fleti bifreiðarinnar. Dýpkar litinn og myndar skínandi gljáa.

Notkunarleiðbeiningar:
1) Þvoið bílinn með SONAX glansþvottalegi.
2) Hristið brúsann vel fyrir notkun.
3) Berið þunnt, jafnt lag með SONAX áburðarsvampi eða mjúkum klút á þurrt lakkið. '
4) Látið þorna smá stund og pússið með SONAX míkrófíberklút.
Eiginleikar:
SviðHreinlætisvörur
Fjöldi í kassa: 6 stk.
Ásbjörn Ólafsson ehf er heildverslun og getur þar af leiðandi ekki gefið upp verð eða selt vörur til einstaklinga.

Meira um vöruna

Innihaldslýsing

Inniheldur vetniskolefni, C9-C10, n-alkanar, ísóalkanar, hringsambönd, <2% arómatar; vetniskolefni, C6-C7, n-alkanar, ísóalkanar, hringsambönd, <5% n-hexan.

Viðvörun: Mjög eldfimur vökvi og gufa. Getur verið banvænt við inntöku ef það kemst í öndunarveg. Veldur húðertingu. Getur valdið sljóleika eða svima. EFTIR INNTÖKU: Hringið umsvifalaust í lækni/EITRUNARMIÐSTÖÐ. EKKI framkalla uppköst.

Haldið frá hitagjöfum, heitum flötum, neistagjöfum, opnum eldi og öðrum íkveikivöldum. Reykingar bannaðar. Notið hlífðarhanska og andið ekki að ykkur gufu. Notið eingöngu utandyra eða í vel loftræstu rými. Fargið íláti/innihaldi á viðeigandi hátt.

Geymist á vel loftræstum og köldum stað þar sem börn ná ekki til.

Kennslumyndband

Strikamerki

4064700301207 (STK)
4064700204348 (KS)

Upplýsingablöð / Öryggisblöð

Hard Wax bón 500ml
Hard Wax bón 500ml

Sonax er framsækið fyrirtæki í framleiðslu og sölu á bílhreinsivörum fyrir almenna notendur, fyrirtæki, bónstöðvar sem og fyrir tæknivæddar bílaþvottastöðvar. Sonax hefur verið á íslenskum markaði í rúm 40 ár og er leiðandi vörumerki á sínu sviði. Sonax Hard Wax hefur verið mest selda bílabónið á Íslandi í áraraðir, enda sérblandað fyrir íslenska markaðinn. Fyrirtækið er margverðlaunað vörumerki og þá ekki síst í heimalandi sínu, Þýskalandi.  

Sjá fleiri vörur frá framleiðanda

Sambærilegar vörur

Frá sama vörumerki