Framljósamassi og vörn 75ml

Vörunúmer 0504059410
Lífgaðu upp á gulnuð, mött og rispuð framljós í 3 einföldum skrefum. Settið nýtist í 2 umganga.

Notkunarleiðbeiningar:
Fyrir meðhöndlun: Þvoið yfirborðið sem á að meðhöndla og verjið svæðið í kringum ljósin, t.d. með málningarlímbandi.
1) Límið blómlaga miðann á gráa púðann, bleytið með vatni og pússið framljósin með léttum þrýstingi þar til yfirboðið er jafnt og nokkuð matt. Bleytið yfirborðið af og til á meðan. Þurrkið af umframefni með hvíta klútnum.
2) Setjið framljósamassa á hvítu hliðina á svampinum og nuddið yfirborðið með miðlungs þrýstingi þar til yfirborðið er ekki lengur matt. Bætið við massa eftir þörfum. Þurrkið yfir með hvíta klútnum.
3) Opnið eitt bréf af framljósavörn og nuddið yfirborðið og látið þorna í 30 mínútur. Ekki skal þurrka eða snerta yfirborðið eftir meðhöndlun. Hver klútur dugar á tvö ljós.

Eiginleikar:
SviðHreinlætisvörur
Fjöldi í kassa: 6 stk.
Ásbjörn Ólafsson ehf er heildverslun og getur þar af leiðandi ekki gefið upp verð eða selt vörur til einstaklinga.

Meira um vöruna

Innihaldslýsing

Athugið að þegar afturljós eru meðhöndluð má yfirleitt sleppa skrefi 1. Reynið ekki nota grófari efni til að fjarlægja dýpri rispur, þar sem það gæti eyðilagt verndarhúðina á ljósinu og þar með valdið frekari skemmdum.

Geymið þar sem börn ná ekki til.

Fyrir og eftir

Kennslumyndband

Strikamerki

4064700405943 (STK)
4064700021822 (KS)

Upplýsingablöð / Öryggisblöð

Framljósamassi og vörn 75ml
Framljósamassi og vörn 75ml

Sonax er framsækið fyrirtæki í framleiðslu og sölu á bílhreinsivörum fyrir almenna notendur, fyrirtæki, bónstöðvar sem og fyrir tæknivæddar bílaþvottastöðvar. Sonax hefur verið á íslenskum markaði í rúm 40 ár og er leiðandi vörumerki á sínu sviði. Sonax Hard Wax hefur verið mest selda bílabónið á Íslandi í áraraðir, enda sérblandað fyrir íslenska markaðinn. Fyrirtækið er margverðlaunað vörumerki og þá ekki síst í heimalandi sínu, Þýskalandi.  

Sjá fleiri vörur frá framleiðanda

Sambærilegar vörur

Frá sama vörumerki