Mælaborðshreinsir 400ml

Vörunúmer 0503413
Hreinsar og verndar hvers konar gerviefni innan í bílnum. Gefur nýjan glans og ferskan ilm. Ver plastefni gegn því að verða stökk. Hrindir frá sér ryki og hindrar rafmögnun. Án sílíkons.

Notkunarleiðbeiningar:
1) Hristið brúsann fyrir notkun.
2) Úðið SONAX mælaborðshreinsinum beint í SONAX Míkrófíber hreinsipúða eða í kuskfrían klút og dreifið jafnt yfir.
3) Þegar efnið er notað á loftpúðasvæði vinsamlega fylgið leiðbeiningum framleiðanda.

Athugið:
Notist ekki á heitt yfirborð, leður, stýri, petala, rúður, útvarp eða leiðsögukerfi.
Eiginleikar:
SviðHreinlætisvörur
Fjöldi í kassa: 6 stk.
Ásbjörn Ólafsson ehf er heildverslun og getur þar af leiðandi ekki gefið upp verð eða selt vörur til einstaklinga.

Meira um vöruna

Innihaldslýsing

30% alifatísk vetniskolefni, ilmefni, límonín, sítral, linalool.

Hætta. Úðabrúsi með afar eldfimum efnum. Þrýstihylki: Getur sprungið við upphitun. Haldið frá hitagjöfum, heitum flötum, neistagjöfum, opnum eldi og öðrum íkveikivöldum. Reykingar bannaðar. Má ekki úða á opinn eld eða annan íkveikjuvald. Ekki má gata eða brenna brúsa jafnvel þótt þeir séu tómir. Hlífið við sólarljósi. Hlífið við hærri hita en 50°C. Geymist þar sem börn ná ekki til. Andið ekki að ykkur ýringi. Notið eingöngu utandyra eða í vel loftræstu rými. Fargið íláti/innihaldi á viðeigandi hátt. Inniheldur dípenten. Getur framkallað ofnæmisviðbrögð.

Strikamerki

4056554004090 (STK)
4064700247260 (KS)

Upplýsingablöð / Öryggisblöð

Mælaborðshreinsir 400ml
Mælaborðshreinsir 400ml

Sonax er framsækið fyrirtæki í framleiðslu og sölu á bílhreinsivörum fyrir almenna notendur, fyrirtæki, bónstöðvar sem og fyrir tæknivæddar bílaþvottastöðvar. Sonax hefur verið á íslenskum markaði í rúm 40 ár og er leiðandi vörumerki á sínu sviði. Sonax Hard Wax hefur verið mest selda bílabónið á Íslandi í áraraðir, enda sérblandað fyrir íslenska markaðinn. Fyrirtækið er margverðlaunað vörumerki og þá ekki síst í heimalandi sínu, Þýskalandi.  

Sjá fleiri vörur frá framleiðanda

Sambærilegar vörur

Frá sama vörumerki