Xtreme leðuráburður mött áferð 500ml

Vörunúmer 05002542410-580
Leðuráburðurinn frá Sonax verndar og hreinsar á skilvirkan hátt slétt leður og gervileður, t.d. á bílsætum, mótorhjólum, skóm og húsgögnum. Má einnig nota á gatað leður. Veitir leðrinu upprunalegt útlit og áferð. Áburðurinn viðheldur möttu yfirborði, verndar fyrir útfjólublárri geislun og veitir vatnshelt yfirborð sem hrindir frá sér óhreinindum.

Notkunarleiðbeiningar:
1) Ryksugið yfirborðið vandlega.
2) Hristið flöskuna fyrir notkun.
3) Úðið á míkrófíber hreinsipúða eða örtrefjaklút og berið jafnt á yfirborðið. Berið ávallt á heila fleti í einu. Séu yfirborðsfletir mjög óhreinir má endurtaka meðferðina.

Athugið:
Má ekki nota á anilín, núbúk, velúr eða rúskinn. Fyrir notkun skal prófa efnið á litlum, lítt áberandi stað með tilliti til litar- og nuddþols leðursins. Má ekki nota á heitt yfirborð. Það er ekki merki um galla eða breytingu á gæðum hafi efnið skilið sig.
Eiginleikar:
SviðHreinlætisvörur
Fjöldi í kassa: 6 stk.
Ásbjörn Ólafsson ehf er heildverslun og getur þar af leiðandi ekki gefið upp verð eða selt vörur til einstaklinga.

Meira um vöruna

Innihaldslýsing

15-30% alifatísk vetniskolefni, <5% anjónísk
yfirborðsvirk efni, ilmefni, fenoxýetanól, sodium pýríþióne

Strikamerki

4056554005516 (STK)


vara
Xtreme leðuráburður mött áferð 500ml
Xtreme leðuráburður mött áferð 500ml

Sonax er framsækið fyrirtæki í framleiðslu og sölu á bílhreinsivörum fyrir almenna notendur, fyrirtæki, bónstöðvar sem og fyrir tæknivæddar bílaþvottastöðvar. Sonax hefur verið á íslenskum markaði í rúm 40 ár og er leiðandi vörumerki á sínu sviði. Sonax Hard Wax hefur verið mest selda bílabónið á Íslandi í áraraðir, enda sérblandað fyrir íslenska markaðinn. Fyrirtækið er margverðlaunað vörumerki og þá ekki síst í heimalandi sínu, Þýskalandi.  

Sjá fleiri vörur frá framleiðanda

Sambærilegar vörur

Frá sama vörumerki