Xtreme áklæða & alcantara hreinsir 400ml

Vörunúmer 050206300
SONAX XTREME Áklæða & alcantara hreinsir hreinsar léttilega erfið óhreinindi eins og súkkulaði, ís, kóladrykki, kaffi, tómatsósu o.fl. í innra rými bifreiðarinnar. Hentar vel á sæti, áklæði, hliðarspjöld, toppklæðningar, teppi og viðkvæma Alcantara fleti. Varan inniheldur lyktareyðandi efni sem samstundis jafna út ógeðfellda lykt af t.d. nikotíni, dýrum, mjólkurleifum o.fl. Skilur eftir sig endingargóðan ferskan ilm. Frískar upp liti án þess að skilja eftir kám.

Notkunarleiðbeiningar:
1) Ryksugið laus gróf óhreinindi.
2) Hristið brúsann hressilega.
3) Prufið hvort efnið þoli nudd og sé litekta á lítt áberandi stað.
4) Úðið á flötinn sem skal hreinsa og nuddið með rökum svampi eða klút og látið þorna. Að því loknu burstið eða ryksugið flötinn.
5) Endurtakið ferlið ef þörf krefur, til dæmis á mjög óhreinum flötum.
6) Verjið efnið gegn frosti.

Athugið:
Til að fyrirbyggja litamismun í fletinum skal jafnan þrífa allan flötinn en ekki aðeins að hluta (t.d. heilt sæti).
Eiginleikar:
SviðHreinlætisvörur
Fjöldi í kassa: 6 stk.
Ásbjörn Ólafsson ehf er heildverslun og getur þar af leiðandi ekki gefið upp verð eða selt vörur til einstaklinga.

Meira um vöruna

Innihaldslýsing

5-15% alifatísk vetniskolefni, <5% anjónísk yfirborðsvirk efni, <5% ójónísk yfirborðsvirk efni, ilmefni, límonín, linalool, metýlísóþíasólínón, bensísóþíasólínón, sodium pýríþióne.

Viðvörun:
Úðabrúsi með afar eldfimum efnum. Þrýstihylki: Getur sprungið við upphitun. Haldið frá hitagjöfum, heitum flötum, neistagjöfum, opnum eldi og öðrum íkveikivöldum. Reykingar bannaðar. Má ekki úða á opinn eld eða annan íkveikjuvald. Ekki má gata eða brenna brúsa jafnvel þó þeir séu tómir. Hlífið við sólarljósi. Hlífið við hærri hita en 50°C. Geymist þar sem börn ná ekki til. Notið eingöngu utandyra eða í vel loftræstu rými. Fargið íláti/innihaldi á viðeigandi hátt.

Kennslumyndband

Strikamerki

4064700206304 (STK)
4064700222137 (KS)

Upplýsingablöð / Öryggisblöð

Xtreme áklæða & alcantara hreinsir 400ml
Xtreme áklæða & alcantara hreinsir 400ml

Sonax er framsækið fyrirtæki í framleiðslu og sölu á bílhreinsivörum fyrir almenna notendur, fyrirtæki, bónstöðvar sem og fyrir tæknivæddar bílaþvottastöðvar. Sonax hefur verið á íslenskum markaði í rúm 40 ár og er leiðandi vörumerki á sínu sviði. Sonax Hard Wax hefur verið mest selda bílabónið á Íslandi í áraraðir, enda sérblandað fyrir íslenska markaðinn. Fyrirtækið er margverðlaunað vörumerki og þá ekki síst í heimalandi sínu, Þýskalandi.  

Sjá fleiri vörur frá framleiðanda

Sambærilegar vörur

Frá sama vörumerki