Vínylgljái & hreinsir hágljáa áferð 300ml

Vörunúmer 050380041
SONAX vínylgljái hreinsar vel meðhöndluð svæði, fer djúpt inní yfirborðið og vinnur innan frá. Efnið veitir plasti og gúmmí langvarandi vörn gegn veðuráhrifum, sérstaklega skaðlegum geislum sólarinnar. Notkun á efninu gefur yfirborði jafnan gljáa, lífgar uppá lit, hrindir frá ryki, hindrar rafmögnun og gefur ferskan ilm.

Efnið hentar vel á vínyl, plast og gúmmí, til dæmis á mælaborð, hurðir, hurðalista, dekk og stuðara.

Notkunarleiðbeiningar:
1) Hristið brúsann vel fyrir notkun.
2) Úðið efninu á með svamp eða klút og berið jafnt á yfirborðið.
3) Þurrkið af með SONAX míkrófíberklút.
4) Fjarlægið mjög föst óhreinindi áður en efnið er borið á, t.d. með SONAX glansþvottalegi.

Athugið:
Notist ekki á gler, lakk og vefnað. Berið ekki á stýri, fótstig, gírstöng, mótorhjólasæti, hjólasæti eða annað sem gæti verið varasamt ef það er hált. Fylgið leiðbeiningum framleiðanda þegar efnið er notað á loftpúðasvæði.
Eiginleikar:
SviðHreinlætisvörur
Fjöldi í kassa: 6 stk.
Ásbjörn Ólafsson ehf er heildverslun og getur þar af leiðandi ekki gefið upp verð eða selt vörur til einstaklinga.

Meira um vöruna

Innihaldslýsing

5-15% alifatísk vetniskolefni, ilmefni, metýlísóþíasólínón, bensisóþíasólínón, sodium pýríþióne.

Viðvörun:
Verjið gegn frosti. Geymist þar sem börn ná ekki til.

Kennslumyndband

Strikamerki

4064700380042 (STK)
4064700226838 (KS)

Upplýsingablöð / Öryggisblöð

Vínylgljái & hreinsir hágljáa áferð 300ml
Vínylgljái & hreinsir hágljáa áferð 300ml

Sonax er framsækið fyrirtæki í framleiðslu og sölu á bílhreinsivörum fyrir almenna notendur, fyrirtæki, bónstöðvar sem og fyrir tæknivæddar bílaþvottastöðvar. Sonax hefur verið á íslenskum markaði í rúm 40 ár og er leiðandi vörumerki á sínu sviði. Sonax Hard Wax hefur verið mest selda bílabónið á Íslandi í áraraðir, enda sérblandað fyrir íslenska markaðinn. Fyrirtækið er margverðlaunað vörumerki og þá ekki síst í heimalandi sínu, Þýskalandi.  

Sjá fleiri vörur frá framleiðanda

Sambærilegar vörur

Frá sama vörumerki