Hard wax bón úðabrúsi 300ml

Vörunúmer 0503332
SONAX Hard Wax hentar vel fyrir nýlegt venjulegt lakk og metal lakk. Það inniheldur hágæða vax sem viðheldur lakkinu, veitir endingargóða vörn gegn veðrun og fjarlægir tjörubletti. Dregur fram dýpri liti og gefur lakkinu fallegan gljáa. Sápuþolið. Mælt er með að bóna a.m.k. fjórum sinnum á ári.

Notkun:
1) Þvoið bílinn með SONAX glansþvottalegi og þurrkið með vaskaskinni.
2) Hristið brúsann fyrir notkun.
3) Berið vaxbónið á með SONAX áburðarsvampi eða mjúkum klút.
4) Berið bónið á afmarkaða fleti hverju sinni.
5) Látið þorna smástund og þurrkið af með SONAX míkrófíberklút.
Eiginleikar:
SviðHreinlætisvörur
Fjöldi í kassa: 6 stk.
Ásbjörn Ólafsson ehf er heildverslun og getur þar af leiðandi ekki gefið upp verð eða selt vörur til einstaklinga.

Meira um vöruna

Innihaldslýsing

Inniheldur vetniskolefni, C9-C10, n-alkanar, ísóalkanar, hringsambönd, <2% arómatar; vetniskolefni, C6-C7, n-alkanar, ósóalkanar, hringsambönd, <5% n-hexan.

Viðvörun:
Berið hvorki á heitt lakk né fleti sem sólin skín á. Verjið efnið gegn miklum kulda.

Úðabrúsi með afar eldfimum efnum. Þrýstihylki: Getur sprungið við upphitun. Veldur húðertingu. Getur valdið sljóleika eða svima. Haldið frá hitagjöfum, heitum flötum, neistagjöfum, opnum eldi og öðrum íkveikivöldum. Reykingar bannaðar. Má ekki úða á opinn eld eða annan íkveikjuvald. Ekki má gata eða brenna brúsa, jafnvel þó þeir séu tómir. Hlífið við sólarljósi og hærri hita en 50°C. Geymist þar sem börn ná ekki til. Gætið þess að anda ekki inn ýringi. Notið eingöngu utandyra eða í vel loftræstu rými. Notið hlífðarhanska. BERIST EFNIÐ Á HÚÐ: Þvoið með miklu vatni. Ef leita þarf læknis skal hafa ílát eða merkimiða tiltækan. Fargið íláti/innihaldi á viðeigandi hátt.

Strikamerki

4064700333208 (STK)
4064700333253 (KS)

Upplýsingablöð / Öryggisblöð

Hard wax bón úðabrúsi 300ml
Hard wax bón úðabrúsi 300ml

Sonax er framsækið fyrirtæki í framleiðslu og sölu á bílhreinsivörum fyrir almenna notendur, fyrirtæki, bónstöðvar sem og fyrir tæknivæddar bílaþvottastöðvar. Sonax hefur verið á íslenskum markaði í rúm 40 ár og er leiðandi vörumerki á sínu sviði. Sonax Hard Wax hefur verið mest selda bílabónið á Íslandi í áraraðir, enda sérblandað fyrir íslenska markaðinn. Fyrirtækið er margverðlaunað vörumerki og þá ekki síst í heimalandi sínu, Þýskalandi.  

Sjá fleiri vörur frá framleiðanda

Sambærilegar vörur

Frá sama vörumerki