Dekkja- & gúmmíhreinsir 300ml

Vörunúmer 0503402
Notaður til að hreinsa og vernda dekk, gúmmímottur, lista á hurðum og vélarhlífum, lista í kringum hurðir, glugga o.fl. Heldur gúmmíi sveigjanlegu og klístrast ekki. Verndar gúmmílista í frosti, endurlífgar liti og gefur nýtt útlit.

Notkunarleiðbeiningar:
1) Hristið fyrir notkun.
2) Úðið jafnt og þétt á þurrt yfirborðið. Úðið ekki beint á glugga- eða hurðalista, berið fremur efnið á með tusku eða svampi.
3) Þegar efnið hefur verið notað á dekk er mælt með að strjúka yfir flötinn með klút. Hægt er að bera á frá ýmsum hallahornum vegna sérstaks ventils. Athugið að úða ekki á pedala og mótorhjóladekk.
Eiginleikar:
SviðHreinlætisvörur
Fjöldi í kassa: 6 stk.
Ásbjörn Ólafsson ehf er heildverslun og getur þar af leiðandi ekki gefið upp verð eða selt vörur til einstaklinga.

Meira um vöruna

Innihaldslýsing

Eldfimt. Endurtekin snerting getur valdið þurri eða sprunginni húð. Varist innöndun gufu. Notist aðeins á vel loftræstum stað. Innöndun gufu getur valdið sljóleika og svima. Varist að framkall uppköst eftir inntöku. Leitið umsvifalaust læknis og sýnið umbúðir eða umbúðarmerkingar.

Þrýstihylki: Verjið gegn sólarljósi og geymið ekki í hitastigi yfir 50°C. Gatið ekki umbúðir eða brennið. Úðið ekki á opinn eld eða eldfim efni. Haldið frá hita- og neistagjöfum. Má ekki losa í niðurfall, vörunni og umbúðum hennar skal fargað á tryggilegan hátt. Reykingar bannaðar. Geymist þar sem börn ná ekki til.

Strikamerki

4064700340251 (STK)
4064700246782 (KS)

Upplýsingablöð / Öryggisblöð

Dekkja- & gúmmíhreinsir 300ml
Dekkja- & gúmmíhreinsir 300ml

Sonax er framsækið fyrirtæki í framleiðslu og sölu á bílhreinsivörum fyrir almenna notendur, fyrirtæki, bónstöðvar sem og fyrir tæknivæddar bílaþvottastöðvar. Sonax hefur verið á íslenskum markaði í rúm 40 ár og er leiðandi vörumerki á sínu sviði. Sonax Hard Wax hefur verið mest selda bílabónið á Íslandi í áraraðir, enda sérblandað fyrir íslenska markaðinn. Fyrirtækið er margverðlaunað vörumerki og þá ekki síst í heimalandi sínu, Þýskalandi.  

Sjá fleiri vörur frá framleiðanda

Sambærilegar vörur

Frá sama vörumerki