Handhreinsir (desicreme) kóríander 100ml
Vörunúmer
135506
Hefðbundin handhreinsispritt eru oft lyktarsterk og geta valdið þurrki og ertingu í húð. Desicreme er hinsvegar vel ilmandi og rakagefandi. Handhreinsikremið inniheldur 75% alkahól (67,5% etanól og 7,5% ísóprópanól) ásamt kóríanderolíu og birkivatni.
Desicreme er í gelformi til að minnka líkurnar á að það sullist niður og einnig til að auðvelda mátulega skömmtun, en um 3 ml duga til handhreinsunar. Blandan inniheldur nóg af kóríanderolíu sem gefur húðinni raka og næringu. Olían inniheldur einnig andoxunarefni sem gerir hana sótthreinsandi og lífvænlega. Olían sjálf hefur róandi áhrif og örvar blóðrásina. Við þetta bætist svo birkivatnið, sem vanalega er kallað norrænt Aloe Vera, og gerir Desicreme að algjörri vítamínbombu fyrir hendurnar.
Best fyrir 11.12.2025
Eiginleikar:
Svið | Sérvörur |
Fjöldi í kassa: 12 stk.
Ásbjörn Ólafsson ehf er heildverslun og getur þar af leiðandi ekki gefið upp verð eða selt vörur til einstaklinga.
Strikamerki
7340183500205 (STK)
Upplýsingablöð / Öryggisblöð