Fara í efni

Innskráning

 

Jamones

Jamones Blázquez er fjölskyldufyrirtæki sem hefur lagt ástríðu og metnað í sérhvert smáatriði í framleiðsluferli vara sinna í tæplega 90 ár. Notast er við sérvalinn stofn íberískra svína sem ganga frjáls um spænskar grundir og nærast á fyrsta flokks akörnum. Teymi fagmanna vinnur á hverjum degi að því að búa til vörur sem uppfylla væntingar jafnvel hinna kröfuhörðustu neytenda. Jamones Blázquez byggir ekki einungis á gömlum hefðum heldur einnig á nýsköpun og alþjóðlegu dreifineti sem tryggir það að vörurnar ná til sérvaldra veitingastaða í yfir 30 löndum.