Lambakorma

Fyrir 10 manns

Korma er mildur og ferskur karryréttur sem er vel þekktur um allan heim. Hér er uppskrift af lambabollum í ljúffengri Korma sósu. Athugið að það má einnig setja bollurnar beint í sósuna án þess að forsteikja þær. Það er auðvelt að matreiða þennan rétt en á sama tíma bragðast hann frábærlega með soðnum hrísgrjónum og agúrkusalati. Af hverju ekki að bæta smá sætu við með til dæmis rúsínum eða chutney?

 

Innihald

Kjötbollur:
 • 1 kg Lambahakk
 • 300 gr Malað bókhveiti
 • 400 ml Vatn
 • 65 gr Knorr laukfond
 • 8 gr Rifinn sítrónubörkur
 • 40 gr Knorr hvítlauks kryddpuré
 • 20 gr Mynta, söxuð
 • 15 gr Salt
Kormasósa:
 • 30 gr Milda olía með smjörbragði
 • 200 gr Knorr Indverskt Korma kryddmauk 
 • 30 gr Engifer, saxað
 • 500 gr Knorr Tomatino
 • 300 ml Vatn
 • 2 stk Kanilstangir (10 g)
 • 800 ml Kókosmjólk
 • 30 gr Knorr kjúklingakraftur steikar, deig
 • 5 gr Salt
Meðlæti:
 •  Soðin hrísgrjón
 •  Kóríander, saxað
 •  Chutney

Aðferð

 1. Kjötbollur: Sjóðið vatn og bætið möluðu bókhveiti samanvið. Slökkvið á hitanum og látið bókhveitið standa í 20 mínútur.
 2. Blandið lambahakkinu, bókhveitinu, sítrónuberki, myntu, Knorr hvítlauks kryddpuré og Knorr laukfondi saman og saltið ölrítið. Búið til litlar bollur úr blöndunni og setjið þær í smurt ofnfast fat. Steikið kjötbollurnar i ofni við 190°C í 15 mínútur.
 3. Bætið Kormasósunni samanvið kjötbollurnar (eftir að búið er að forsteikja bollurnar í ofninum), og eldið í ofni við 175°C í 20 mínútur. Bætið vatni saman við ef þörf krefur.
 4. Kormasósa: Steikið Knorr Indverska Korma kryddmaukið og saxaða engiferið í Milda olíunni í örfáar mínútur. Bætið samanvið Knorr Tomatino, vatni, kókosmjólk og kanilstöngum og smakkið til með salti og pipar. Látið sósuna malla í 10 mínútur.
 5. Meðlæti: Lambakjötbollurnar eru bornar fram í kormasósu með fersku kóríander, soðnum hrísgrjónum og hugsanlega ­Naanbrauði, agúrkusalati og góðu chutney á toppnum.