Fara í efni

Innskráning

 

Korma gulrótarsúpa

Korma gulrótarsúpa

Fyrir 10 manns

Hér er á ferðinni bragðmild og fersk gulrótarsúpa undir kryddáhrifum norður Indlands. Súpan er mettandi og auðveld að laga.

Berið hana fram með fersku kóríander og soðnum hrísgrjónum eða Naanbrauði.

 

Innihald

 • 30 gr Milda olía með smjörbragði
 • 200 gr Hakkaður laukur
 • 120 gr Knorr Indverskt Korma kryddmauk 
 • 1 gr Chili, hnífsoddur
 • 1 kg Rifnar gulrætur
 • 300 gr Rauðar linsur
 • 800 gr Kókosmjólk
 • 80 gr Knorr kjúklingafond
 • 3 ltr Vatn
 • 10 gr Salt
 • 10 ml Sítrónusafi

Meðlæti:

 • 10 gr ferskt kóríander
 •  Soðin hrísgrjón eða Naanbrauð

Aðferð

 1. Súpan: Steikið laukinn í Milda olíunni þar til hann hefur mýkst, án þess þó að laukurinn taki lit.
 2. Bætið við Knorr Indversku Korma kryddmauki, chili og steikið áfram í nokkrar mínútur.
 3. Bætið við rifnu gulrótunum, linsunum, kókosmjólk, vatni og Knorr kjúklingafondi.
 4. Látið sjóða þar til linsurnar eru orðnar mjúkar (ca. 15 mínútur).
 5. Maukið súpuna og smakkið til með salti og sítrónusafa.
 6. Meðlæti: Berið súpuna fram með fersku kóríander, soðnum hrísgrjónum og Naanbrauði.