Grænmetis Jalfrezi

Fyrir 10 manns

Jalfrezi er bragðmikill og kröftugur karryréttur frá Pakistan. Hér er uppskrift af grænmetisrétti en það má einnig nota fisk, kjöt eða kjúkling.

Knorr Indverskt Jalfrezi kryddmauk er frekar bragðsterkt en auðvelt er að gera réttinn sterkari með því að bæta við t.d. grænu chili.

Þessi réttur er frábær með soðnum hrísgrjónum eða Naanbrauði og jógúrti.

 

 

Innihald

 • 15 gr Milda olía með smjörbragði
 • 300 gr Rauðlaukur (skorinn í teninga)
 • 240 gr Knorr Indverskt Jalfrezi kryddmauk
 • 900 gr Sætar kartöflur (skornar í 3x3 cm teninga)
 • 45 gr Knorr grænmetiskraftur (lágsalt)
 • 600 gr Knorr Tomatino
 • 1,5 ltr Vatn
 • 600 gr Blómkál
 • 150 gr Rauðar paprikur (skornar í 3x3 cm teninga)
 • 200 gr Grænar paprikur (skornar í 3x3 cm teninga)
 • 650 gr Kjúklingabaunir soðnar og sigtaðar

Meðlæti:

 • 1 stk Grænt chili skorið í þunnar sneiðar
 • 20 gr Ferskt kóríander, saxað
 •  Soðin hrísgrjón
 •  Hrein jógúrt

Aðferð

 1. Steikið rauðlaukinn í Milda olíunni við lágan hita í ca 10 mínútur.
 2. Bætið við Knorr Indversku Jalfrezi kryddmauki og steikið í smá stund.
 3. Bætið við sætum kartöflum, Knorr Tomatino, vatni og Knorr grænmetiskrafti og látið sjóða í 20 mínútur.
 4. Bætið við 450 gr af blómkáli, papriku og kjúklingabaunum og látið sjóða í 10 mínútur.
 5. Bakið 150 gr af blómkáli i ofni við 225°C í 5 mínútur.
 6. Bætið við salti og 10 gr af söxuðu fersku kóríander.
 7. Berið réttinn fram með grænu chili, steiktu blómkáli, restinni af kóríanderinu, soðnum hrísgrjónum og jógúrti.