Fara í efni

Innskráning

 

Apríkósuchutney

Flokkur: Meðlæti

Apríkósuchutney

Magn: 750 gr.

Sætt en á sama tíma kryddað chutney með djúpu bragði af hráefnum.

Einstaklega einfalt chutney sem auðvelt er að útbúa.

 

 

Innihald

 • 300 ml Hvítvínsedik
 • 300 gr Sykur
 • 30 gr Engifer, ferskt, fínhakkað
 • 40 gr Knorr Indverskt Butter Chicken kryddmauk
 • 400 gr Apríkósur, þurrkaðar
 • 200 ml Vatn

Aðferð

 1. Chutney: Skerið apríkósurnar í litla bita.
 2. Sjóðið sykur og edik í hvítt sýróp.
 3. Bætið við engiferi og Knorr Indversku Butter Chicken kryddmauki, og látið sjóða í 1 mínútu.
 4. Bætið við apríkósum og vatni og sjóðið saman.
 5. Takið af hita og látið chutney-ið standa í klukkustund við stofuhita.