Skilmálar Ásbjörns Ólafssonar ehf.

1. Almenn ákvæði

Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru á vefnum www.asbjorn.is, í eigu Ásbjörns Ólafssonar ehf., kt.430169-2709, Köllunarklettsvegi 6, 104 Reykjavík – í skilmálum þessum nefnt Ásbjörn. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur Ásbjörns annars vegar og kaupanda vöru hins vegar.

Verð á vefsíðunni eru ekki með virðisaukaskatti samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum frá söluaðila og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur.

2. Persónuupplý­singar

Ásbjörn meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Persónuupplýsingar sem berast Ásbirni eru skráðar rafrænt í gagnagrunn Ásbjörns og aðeins umsjónaraðili kerfisins hefur aðgang að þeim. Persónuupplýsingar eru ekki veittar þriðja aðila.

Við kaup á vöru eða þjónustu veitir kaupandi Ásbirni samþykki sitt til að safna og vinna úr persónuupplýsingum úr gagnagrunni fyrirtækisins. Úrvinnsla gagna fer fram svo lengi sem kaupandi lýsir ekki andstöðu sinni við meðferð upplýsinganna. Ef kaupandi óskar eftir að koma athugasemdum um meðhöndlun persónuupplýsinga á framfæri eða óskar eftir að persónuupplýsingum sínum verði eytt úr grunninum, skal athugasemdum komið til Ásbjörns í tölvupósti á asbjorn@asbjorn.is eða bréflega á heimilisfang Ásbjörns, Köllunarklettsvegi 6, 104 Reykjavík. Upplýsingum um kaupanda verður þá eytt úr gagnagrunninum og kaupandi upplýstur um það sérstaklega.

Ásbjörn áskilur sér rétt til að nota persónuupplýsingar til að senda viðskiptavinum markpósta með tölvupósti og/eða sms-skeytum, er það gert í þeim tilgangi að veita viðskiptavinum sem besta þjónustu.

3. Frágangur viðskipta

Með greiðslu staðfestir kaupandi að hann þekki gildandi skilmála Ásbjörns.

Hver kaup eru bindandi fyrir kaupendur samkvæmt skilmálum og skilyrðum Ásbjörn.