Þegar þú hefur lokið við pöntun sendist sjálfkrafa tölvupóstur á tölvupóstfangið þitt til staðfestingar um pöntunina.
Athugið! Söludeild Ásbjörns fær ekki pöntunina þína fyrr en að þú hefur samþykkt að senda inn pöntun.
Sölumenn okkar eru reiðubúnir að aðstoða þig ef þú lendir í vandræðum. Sendu okkur línu á netspjallinu, sala@asbjorn.is eða hringdu í síma: 414 1150
Er hægt að fá afrit af reikningum?
Já, öllum innskráðum viðskiptavinum á vefverslun Ásbjörns Ólafssonar ehf. standa til boða að sækja afrit af reikningum inn á mínum síðum.
Ef þú ert ekki með aðgang að vefversluninni getur þú fyllt út beiðni um reikningsafrit hér:
Hvar sé ég mínar vörur? Hvar sé ég vörur sem ég hef pantað áður?
Allar pantanir sem berast í gegnum vefverslun, síma eða tölvupóst eru til afgreiðslu einum sólarhring síðar.
Ásbjörn Ólafsson ehf. dreifir vörum til viðskiptavina um land allt þeim að kostnaðarlausu, þó með því skilyrði að upphæð pöntunar nái 20.000 kr. án vsk (höfuðborgarsvæðið) eða 40.000 kr. án vsk (landsbyggðin).
Nái pöntunin ekki þessu lámarki fellur til akstursgjald að upphæð 3.000 kr. (höfuðborgarsvæðið) eða gjald samkvæmt gjaldskrá Flytjanda (landsbyggðin).
Ásbjörn keyrir út pantanir innanbæjar en notar þjónustu Eimskips - Flytjanda til að keyra út pöntunum sem fara út á land (utan höfuðborgarsvæðisins)
Hægt er að sækja pantanir í vöruhús Ásbjörns Ólafssonar ehf. á Köllunarklettsvegi 6, 104 Reykjavík, og bætist þá ekkert sendingargjald á pantanirnar sé sú afhendingarleið valin. Sjá kort.
Afhverju sé ég ekki verð á vörunum í vefversluninni?
Viðskiptavinir þurfa að vera skráðir inn í vefverslunina til að sjá verðin. Um leið og búið er að skrá sig inn birtist verð og valmöguleiki á að setja vörur í pöntun.
Hvað þýðir "VARA HÆTTIR"?
Það þýðir að þessi vara á þessu vörunúmeri er að hætta. Í flestum tilfellum er varan að hætta framleiðslu hjá birgjanum. Í einstaka tilfellum getur verið breyting á vörunúmeri, þ.e.a.s. að varan sé að fara á nýtt vörunúmer. Best er að senda okkur línu á netspjallinu eða í tölvupósti á sala@asbjorn.is.
Afhverju get ég ekki pantað meira en vefverslunin býður uppá?
Vefverslunin býður einungis upp á það magn sem við eigum til á lager hverju sinni. Hægt er að senda okkur línu á netspjallinu til að fá nánari upplýsingar.
Er ég með sömu kjör á vörum í vefversluninni eing og ég hef verið með?
Já, í vefversluninni færðu sömu verð og afslætti og áður.
Í hvaða búð get ég keypt vörurnar sem þið flytjið inn?
Best er að senda okkur línu á netspjallinu eða í tölvupósti á sala@asbjorn.is
Get ég skoðað/mátað vörurna áður en ég panta?
Já, ef um sérvöru er að ræða ert þú velkomin til okkar á Köllunarklettsveg 6, 104 Reykjavík. Sjá kort
Þar erum við með sýnishorna herbergi þar sem viðskiptavinir geta mátað og skoðað nær allar sérvörur sem við eigum til á lager.
Hvenær kemur varan ? Vöktun vara.