Starfsemin      

 

  

Hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. starfa tæplega 60 manns.

Sölusviðin eru þrjú:
Neytendasvið
Stóreldhúsasvið
Sérvörusvið.

Stoðsviðin eru eftirfarandi:
Markaðssvið
Fjármál og skrifstofa
Innkaup og vörustjórnun
Lager og dreifingneytendavörusviðNeytendavörusvið 

Neytendavörusvið Ásbjarnar Ólafssonar ehf. er stærsta svið fyrirtækisins. Innan sviðsins starfa 9 starfsmenn með víðtæka þekkingu og reynslu á matvörumarkaðinum. Ásbjörn Ólafsson ehf. er með mikið úrval af neytendavörum, í matvöru, sælgæti og drykkjarvörum, þar á meðal má nefna Felix, Bertolli, Pastella, Malaco, Den Gamle Fabrik og svo mætti lengi telja. Einnig sér neytendasvið um bílhreinsivörurnar, en Ásbjörn Ólafsson ehf. hefur verið umboðsaðili Sonax® frá árinu 1976, sem eru mest seldu bílhreinsivörur á landinu. 

Skoða matvörurSkoða sælgætiSkoða bílhreinsivörur

storeldhusasvid

Stóreldhúsasvið

Ásbjörn Ólafsson ehf. er með mikið úrval af stóreldhúsvörum, bæði í matvöru og sérvöru. Í matvörunni er hægt að finna ýmis þekkt vörumerki líkt og Knorr, Hellmann's, Bähncke, Greci, DanCake, Erlenbacher, Mantinga og Ponthier svo fá ein séu nefnd. Á stóreldhúsasviði fyrirtækisings starfa 6 starfsmenn. Allt er það metnaðarfullt og reynslumikið sölufólk sem leitast við að bjóða upp á vörur, hugmyndir og koma með lausnir fyrir stóreldhús, sem auka framleiðni, skilvirkni, fjölbreytileika við matreiðslu og að sjálfsögðu koma með góða bragðið! 

Skoða matvörur fyrir stóreldhús

iittala aalto vasar

Sérvörusvið

Á sérvörusviðinu starfa 7 starfsmenn með viðamikla reynslu, sem veita faglega og persónulega þjónustu. Sérvörusviðið hefur yfir að ráða gæðavörumerkjum með búsáhöld og gjafavöru, bæði til smásölu og fyrir stóreldhús. Meðal helstu vörumerkja má nefna Iittala, Bitz, Södahl, Pyrex og Churchill. Einnig bjóðum við upp á hágæða vinnufatnað frá Kentaur og Le Nouveau Chef, ásamt öryggisskóm frá Shoes for Crews. Þá er Ásbjörn Ólafsson einnig með gott úrval af skeifum og járningavörum frá Kerckhaert, ásamt hestaumhirðuvörum frá Carr&Day&Martin. 

Skoða sérvörurSkoða vinnufatnaðSkoða dýravörur

 

Gámageymslur

Lager og dreifing

Ásbjörn Ólafsson ehf. annast beina dreifingu á söluvörum fyrirtækisins til allra viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu, alla daga vinnuvikunnar. Á miðvikudögum fer sendibíll frá fyrirtækinu á Suðurland að Hvolsvelli og á fimmtudögum á Suðurnes. Flytjandi annast fyrir okkur flutning til annara staða á landsbyggðinni. Ásbjörn Ólafsson ehf. leggur allt kapp á að pantanir sem berast sölumönnum séu sendar til viðskiptavina innan sólarhrings.