Starfsemin      

skipurit

 

 

Hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. starfa rúmlega 50 manns.

Sölusviðin eru þrjú:
Neytendasvið, stóreldhúsasvið, sérvörusvið.

Markaðssvið
Fjármál og skrifstofa
Innkaup og vörustjórnun
Lager og dreifing

 


 

neytendavörusvið

Neytendavörusvið 

Neytendavörusvið Ásbjarnar Ólafssonar ehf. er stærsta svið fyrirtækisins. Innan sviðsins starfa 8 starfsmenn með víðtæka þekkingu og reynslu á matvörumarkaðinum. ÁsbjörnÓlafsson ehf. er með mikið úrval af neytendavörum, í matvöru, sælgæti og bílhreinsivörum.

Ásbjörn Ólafsson ehf. hefur verið umboðsaðili Sonax® frá árinu 1976, sem er mest seldu bílhreinsivörur á landinu.

 Skoða matvörur  Skoða sælgæti

 

  

storeldhusasvid

Stóreldhúsasvið

Ásbjörn Ólafsson ehf. er með mikið úrval af stóreldhúsvörum, bæði í matvöru og sérvöru. Þar er hægt að finna ýmis þekkt vörumerki líkt og Knorr, Hellmann's, Bahncke, Beauvais, DanCake, Den Gamle Fabrik, Mantinga og Ponthier til dæmis. Á stóreldhúsasviði fyrirtækisings starfa 7 starfsmenn. Allt er það metnaðarfullt og reynslumikið sölufólk sem leitast við að bjóða upp á vörur, hugmyndir og koma með lausnir fyrir stóreldhús, sem auka framleiðni, skilvirkni, fjölbreytileika við matreiðslu og að sjálfsögðu koma með góða bragðið!

Viðskiptavinir okkar eru t.d. IGS, Landspítalinn Háskólasjúkrahús, og Ekran auk fjöldi annarra.h

iittala aalto vasar

Sérvörusvið

Ásbjörn Ólafsson ehf. er með mikið úrval af búsáhöldum gjafavörum, dýravörum og fatnaði. Innan sviðsins starfa 6 starfsmenna með víðamikla reynslu, sem veita faglega og persónulega þjónustu við að koma með hugmyndir og leita lausna fyrir viðskiptavini sína.

Búsáhöld og gjafavörur

Sérvörusviðið hefur yfir að ráða gæðavörumerkjum með búsáhöld og gjafavöru, bæði til smásölu og fyrir stóreldhús. Meðal annars má nefna potta, pönnur, glös, diska, áhöld, bakka og ýmislegt fleira. Mikið úrval er í bði sem hentar jafnt fyrir stórmakaði sem og gjafavöruverslanir, kaffihús sem og stærri veitingastaði.

 

kerckhaert hestur

Dýravörur

Ásbjörn Ólafsson ehf. hóf innflutning á Kerckhaert skeifum og járningavörum í byrjun árs 2010. Kerckhaert var stofnað í Hollandi árið 1906 af Hr. Honoré Kerckaert en fyrirtækið hefur alla tíð verið í eigu Kerckhaert fjölskyldunnar og er fjórða kynslóðin nú við stjórnvölin. 

Í gegnum tíðina hefur Kerckhaert verið í stöðugri vöruþróun og eru duglegir að koma með nýjungar á markaðinn. Í dag framleiðir Kerckhart yfir 1.500 mismunandi skeifur og þar af eru nokkrar skeifur sérstaklega gerðar fyrir íslenska hestinn.

Ásbjörn Ólafsson ehf er umboðsaðili Carr & Day & Martin á Íslandi. Fyrirtækið er það elsta í heimi sem framleiðir vörur fyrir umhirðu hesta. Vöruflokkarnir eru fjórir, feldumhirða, hófumhirða, leðurumhirða og hestaheilsa. Vörurnar frá Carr & Day & Martin fást t.d. í verslunum Líflands um land allt.

sfc

Vinnufatnaður

Ásbjörn Ólafsson ehf. er umboðsaðili SFC®, Kentaur® og Le Nouveau Chef® á Íslandi.

Vörumerkið Shoes For Crews® hefur síðan árið 1984 verið leiðandi í framleiðslu á skófatnaði með gripsóla, með því að sameina óviðjafnanlegt öryggi, þægindi og glæsilegt útlit. Vísindarannsóknir og háþróuð nýsköpun eru í fararbroddi hjá Shoes For Crews® sem framleiðir alla sína skó með þessum 5 stjörnu gripsóla. Skórnir fást í einum 30 gerðum og má fullyrða að allir fái skó við sitt hæfi, sem henti þeim í sinni starfsgrein.

   

KentaurJakki

Kentaur® er vörumerki sem framleiðir hágæða vinnufatnað frá Danmörku. Þar er áhersla lögð á að fatnaðurinn sé þægilegur, að hann passi vel, sé vinnuvistfræðilegur og nýtískulegur. Hvort sem um er að ræða heimilislegt bistro, klassa veitingastað eða nýtísku veisluþjónustu hefur Kentaur® fatnað sem hentar þér.

   

 

 

 

 

 

LeNouveauChef

Fatnaðurinn frá Le Nouveau Chef® er hannaður með þægindi að leiðarljósi og einungis er notast við hágæða efni í framleiðslunni. Flottur, töff og öðruvísi kokkafatnaður sem vekur eftirtekt.

 

 

 

 

GámageymslurLager

Ásbjörn Ólafsson ehf. annast beina dreifingu á söluvörum fyrirtækisins til allra viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu, alla daga vinnuvukunnar.

Á miðvikudögum fer sendibíll frá fyrirtækinu á Suðurland að Hvolsvelli og á fimmtudögum á Suðurnes. Flytjandi annast fyrir okkur flutning til
annara staða á landsbyggðinni.

Ásbjörn Ólafsson ehf. leggur allt kapp á að pantanir sem berast sölumönnum séu sendar til viðskiptavina innan sólarhrings.