Fara í efni

Innskráning

 

Skipurit og starfsemin

 


Hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. starfar samhentur hópur tæplega 30 starfsmanna með fjölbreytta reynslu og ólíkan bakgrunn. Ásbjörn leitast við að veita fyrsta flokks þjónustu ásamt fjölbreyttu vöruúrvali, en fyrirtækið er umboðsaðili fyrir fjölmörg vel þekkt vörumerki. Markmiðið er að bjóða uppá vörur, hugmyndir og lausnir fyrir viðskiptavini fyrirtækisins sem henta þeirra þörfum.

Innan fyrirtækisins eru þrjár söludeildir. Neytendavörudeildin býður upp á fjölbreytt úrval matvara fyrir neytendamarkað ásamt fyrsta flokks bílhreinsivörum, stóreldhúsavörudeildin býður uppá gott úrval matvöru fyrir stóreldhúsamarkaðinn og í sérvörudeildinni er boðið uppá búsáhöld og gjafavöru til smásölu og fyrir stóreldhús. Einnig er þar að finna hágæða vinnufatnað og -skó, ásamt hestavörum.

Ásbjörn Ólafsson ehf. annast beina dreifingu á söluvörum fyrirtækisins til allra viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu, alla daga vinnuvikunnar. Á miðvikudögum fer sendibíll frá fyrirtækinu á Suðurland að Hvolsvelli og á fimmtudögum á Suðurnes. Flytjandi annast flutning til annara staða á landsbyggðinni. Ásbjörn Ólafsson ehf. leggur allt kapp á að pantanir sem berast séu sendar til viðskiptavina innan sólarhrings.

Lager og skrifstofa Ásbjörns er staðsett við Köllunarklettsveg 6 í Reykjavík, en ásamt söludeildum og starfsfólki vöruhúss er þar staðsett starfsfólk innkaupadeildar, fjármáladeildar og markaðs- og þjónustudeildar.

Gildi Ásbjörns Ólafssonar ehf. eru traust, gleði, fagmennska og árangur og við leggjum okkur fram við að innleiða þessi gildi í alla starfsemi fyrirtækisins.