Fara í efni

Innskráning

 

Sagan

Ásbjörn Ólafsson ehf. var stofnað af Ásbirni Ólafssyni stórkaupmanni árið 1937. Í fyrstu var starfsemin á Laugavegi 11, en flutti svo árið 1940 á Grettisgötu 2a. Á þessum fyrstu árum var meginstarfsemin innflutningur og sala á ýmsum varningi, svo sem vefnaðarvöru, skófatnaði og smávörum. Fljótlega bættust svo við matvörur, byggingavörur, húsgögn, fatnaður og ýmislegt fleira.

Árið 1967 fluttist heildverslunin að Borgartúni 33, en gaman er að geta þess að þegar það var byggt var það „stórhýsið“ í Borgartúninu. Þar opnaði Ásbjörn einnig Véla- og raftækjaverslunina, en auk hennar rak hann einnig ýmis önnur fyrirtæki. Má þar nefna Kjólabúðina Mær í Lækjargötunni, Húsgagnaverslun Austurbæjar á Skólavörðustígnum og Timburverslun og innflutning í Skeifunni, en um tíma var innflutningur og sala á byggingavörum stór hluti viðskiptanna.

Árið 1992 flutti fyrirtækið í nýbyggt húsnæði sitt í Skútuvogi 11a. Þá var kjarnastarfsemi fyrirtækisins orðin sú sama og er enn í dag, en það er innflutningur, markaðssetning, sala og dreifing á ýmsum vörum fyrir neytenda- sem og stórnotendamarkað. Árið 2006 byggði fyrirtækið núverandi húsnæði sitt að Köllunarklettsvegi 6 og starfar þar hópur framúrskarandi starfsmanna.