Fara í efni

Innskráning

 

Merki Ásbjörns

Um merkið

Gísli B. Björnsson, grafískur hönnuður, á heiðurinn af merki Ásbjörns en það var hannað árið 2006.

Gísli B. Björnsson, grafískur hönnuður. Mynd fengin af láni frá ruv.is

Um hönnuðinn

Gísli B. Björnsson fæddist í Reykjavík árið 1938. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1956-59 og nam grafíska hönnun við Staatliche Akademie der Bildenden Künste í Stuttgart frá 1959-61.

Að loknu námi stofnaði hann Auglýsingastofuna Gísli B. Björnsson sem síðar varð að GBB og var þar framkvæmdastjóri og ráðgjafi til ársins 1981. Upp frá því var Gísli sjálfstætt starfandi teiknari og ráðgjafi. Gísli kenndi grafíska hönnum í áratugi við listaháskóla og varð gerður að heiðursfélaga FÍT 1982 og ICOGRADA 1994.

Starfsferill hans, sem hönnuður merkja, bóka, auglýsinga og fleira spannar rúma sex áratugi, en Gísli hefur ýmist hannað verk sín einn eða í samtarfi við aðra.

Á löngum ferli hefur Gísli B. Björnsson hannað merki fjölda stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka, og hafa sum þeirra verið í notkun í fleiri áratugi. Merkin eru vel á fjórða hundrað talsins og vitna mörg þeirra um ákveðin tímabil í hönnunarsögu landsins.

Verkefni hönnuðarins hafa verið fjölbreytt á löngum ferli en merkjahönnun hefur engu að síður verið órofa þáttur í starfsferli Gísla B. Björnssonar.

 

Hér er hægt að nálgast merki Ásbjörns Ólafssonar ehf.: