Fara í efni

Innskráning

 

Hlutverk, stefna og gildi

Hlutverk og stefna

 

Hlutverk og stefna Ásbjörns Ólafssonar ehf. er að bjóða íslenskum markaði úrvals vörur og gæta þess að sérhvert vörumerki sem félagið hefur umboð fyrir njóti sterkrar stöðu hjá neytendum. Það er meðal annars gert með því að þjónusta viðskiptavini okkar á besta mögulegan hátt með góðum vörum og góðri, persónulegri þjónustu. 


Gildin okkar

Traust

Viðskiptavinir geta treyst því sem sagt er og á þann hátt erum við áreiðanleg í öllum samskiptum. Ekki síst byggir traust okkar á heiðarleika í viðskiptum þar sem lögð er áhersla á hagsmuni allra aðila. Við berum virðingu fyrir einstaklingum og viðhorfum hans, hvort sem um er að ræða samstarfsmann eða viðskiptavin.

 

Fagmennska

Við sýnum fagmennsku í öllum samskiptum við viðskiptavini sem byggir á þekkingu á þörfum þeirra og óskum. Á þann hátt leggjum við okkur fram um að veita góða þjónustu sem skapar jákvæða upplifun og styrkir viðskiptasambandið.

 

Gleði

Ásbjörn Ólafsson ehf. er fjölskyldufyrirtæki og okkur er annt um að viðhalda heimilislegum brag og umfram allt að það ríki gleði og samheldni í hópnum. Það er dýrmætt í samskiptum við hvert annað og smitar út frá sér til viðskiptavina.

 

Árangur

Við höfum metnað til að ná árangri í starfi ekki síst út frá hlutverki Ásbjörns Ólafssonar ehf. sem er að vera markaðsgæsluaðili sterkra vörumerkja. Við viljum ná árangri í sókn sem felst meðal annars í aukinni markaðshlutdeild, arðsemi og sterkra viðskiptasambanda við viðskiptavini og birgja.