Lið Kerckhaert sigraði aftur!

Annað mót í Meistaradeild Líflands og æskunnar fór fram í gærkvöldi. Þá var keppt í tölti en lið Kerckhaert vann liðabikarinn, annað mótið í röð. með 102,5 stig. Védís Huld sigraði, Glódís Rún varð í þriðja sæti og Ylfa Guðrún í fjórða. Hákon Dan er slasaður og gat því miður ekki verið með að þessu sinni. Í heildarstigakeppninni leiðir Kerckhaert með 199 stig. Frábær árangur hjá þessu flotta liði. Áfram Kerckhaert!
Lesa meira
Lesa meira

Galdrakarlinn fær loks sína eigin borðbúnaðarlínu

Eftir tveggja ára hönnunarferli hefur Arabia gefið út tvær nýjar Múmín línur, Hobgoblin og Thingumy & Bob. Hönnuðurinn, Tove Slotte byggir teikningar sínar á upprunalegum Teikningum Tove Jansson. Myndirnar sýna íbúa Múmíndals í hinum ýmsu verkefnum en bakgrunnsliturinn endurspeglar persónuleika þeirra. Fyrsti söludagur á Íslandi er föstudagurinn 9. mars.
Lesa meira
Lesa meira

Nýjungar frá Paulúns

Nú erum við búin að fá nokkrar flottar nýjungar í Paulúns. Þar á meðal er paleo granola, glúteinfrítt múslí, grautarblöndur og svokallað supermix sem er blanda af grjónum, fræjum og baunum, mjög hollt og notast sem meðlæti svipað og hrísgrjón.
Lesa meira
Lesa meira

Lið Kerckhaert leiðir eftir fyrsta mót

Við hjá Ásbirni höfum flutt inn skeifur, fjaðrir og aðrar vörur tengdar járningum frá Kerckhaert í nokkur ár. Við erum dugleg að styðja við bakið á hinum ýmsu mótum, liðum og viðburðum tengda hestamennskunni. Höfum verið stoltir styrktaraðilar íslenska landsliðsins í hestaíþróttum í mörg ár. Í Meistaradeild Líflands og æskunnar styrkjum við eitt lið sem heitir einfaldlega Kerckhaert. Liðsmenn Kerckhaert eru fjórir flottir og efnilegir knapar; Ylfa Guðrún og Hákon Dan eru úr Fáki og systurnar Glódís Rún og Védís Huld eru úr Sleipni.
Lesa meira
Lesa meira

Ásbjörn Ólafsson ehf. - Framúrskarandi fyrirtæki 2017

Það er okkur mikill heiður og ánægja að segja frá því að Creditinfo hefur staðfest að Ásbjörn Ólafsson ehf. er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi árið 2017, en aðeins 2,2% íslenskra fyrirtækja standast þau skilyrði um styrk og stöðugleika sem sett eru. Til þess að eiga kost á viðurkenningunni þurfa fyrirtæki að uppfylla strangt gæðamat byggt á faglegum kröfum og greiningu Creditinfo. Viðurkenning þessi er okkur því mikils virði.
Lesa meira
Lesa meira

Nýjungar frá Iittala

Það gleður okkur að segja frá því að við vorum að fá í hús fjölmargar nýjungar frá Iittala. Í Moomin bættist við ný stærð af glösum í 6 mismunandi útfærslum. Hjá Iittala má nefna tvo nýja liti, Aqua og Moss green, Kastehelmi blómavasa, viðbætur við Teema Tiimi línuna, nýjan fugl og 55 cl universal glas í Essence línunni.
Lesa meira
Lesa meira

Nýtt vörumerki - Haupt Lakrits

Fékk hugmyndina á Íslandi! Christian Haupt og kona hans Camilla hafa verið lakkrís- og súkkulaðiáhugafólk í mörg ár. Árið 2012 hafði Christian áform um að hefja súkkulaðiframleiðslu en eftir frí á Íslandi árið 2013 skipti hann snarlega um skoðun og ákvað að einbeita sér að lakkrísnum.
Lesa meira
Lesa meira

Opnunartími yfir jól og áramót 2017

Opnunartími yfir jól og áramót 2017
Lesa meira
Lesa meira

Ásbjörn Ólafsson ehf. styrkir Hjartavernd

Styrktarsjóður Ásbjörns Ólafssonar ehf. styrkti málefnið "Finnum fólk í lífshættu" sem Hjartavernd stóð fyrir. Ákveðið var að styrkja málefnið um 2,5 milljónir króna en Ásbjörn Ólafsson stofnandi fyrirtækisins stóð dyggilega við ýmis málefni, m.a. sem tengdust heilsuvernd og lækningum á Íslandi.
Lesa meira
Lesa meira

Nýjar vörur - Alvar Aalto skálar

Það gleður okkur að segja frá því að nýja Aalto skálin er loksins komin í hús og klár í sölu! Nýja Aalto glerskálin er 75 mm á hæð og fæst í fimm fallegum litum. Skálin er ný útfærsla á Alvar Aalto löguninni sem kynnt var til sögunnar um 1930. Skálina má nota á ýmsa vegu í eldhúsinu, til dæmis undir sósur, eftirrétti og smákökur en einnig sem stofustáss!
Lesa meira
Lesa meira