Fara í efni

Innskráning

 

Fréttir & fróðleikur

Iittala nýjungar - Haustið 2018

Þegar haustið skellur á með öllum sínum lægðum og dimmu kvöldum snúa mörg okkar aftur í hversdagslega rútínu. Við verjum meiri tíma heima fyrir og njótum þess að slaka á. Við viljum flest gera umhverfi okkar notalegra og bjóða fólki að kíkja í heimsókn. Iittala býður upp á hlýlega og fallega hluti sem hjálpa til við að skapa réttu stemninguna.
Lesa meira
Lesa meira

Karl Ómar nýr sviðsstjóri Stóreldhúsasviðs

Karl Ómar Jónsson hefur hafið störf hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. sem deildarstjóri Stóreldhúsasviðs. Karl eða Kalla í Esju kannast flestir við en hann átti og stofnaði Esju Gæðafæði í u.þ.b. 20 ár. Kalli þekkir vel til á stóreldhúsamarkaðnum og er hann spenntur fyrir því að takast á við ný og skemmtileg verkefni með sölumönnunum á Stóreldhúsasviðinu.
Lesa meira
Lesa meira

Master of Mixes - kokteilblöndur

Master of Mixes er mest selda vörumerkið á neytendavörumarkaðnum í Bandaríkjunum þegar kemur að tilbúnum kokteilblöndum. Fyrirtækið var stofnað snemma á áttunda áratugnum og er fyrsta kokteilblöndufyrirtækið sem notfærir sér bjarta og líflega liti til að vekja athygli og auka þar af leiðandi sölu. Einungis er notast við fyrsta flokks ávexti við framleiðslu kokteilblandanna. Afar auðvelt er að útbúa og blanda ljúffenga kokteila með hjálp Master of Mixes kokteilblöndum. Í dag eru kokteilblöndurnar seldar í hverju einast ríki í Bandaríkjunum og í 33 öðrum löndum.
Lesa meira
Lesa meira

Nýtt vörumerki - Pepperidge Farm

Okkur langar að kynna til leiks eitt besta kex sem hefur fengist á íslenskum markaði. Ásbjörn Ólafsson ehf. tók nýverið í sölu þrjár tegundir frá heimsfræga kex framleiðandanum Pepperidge Farm.
Lesa meira
Lesa meira

Magic Forest – Ný barnalína frá Södahl í samstarfi við Michelle Carlslund

Í samstarfi við Södahl hefur teiknarinn og hönnuðurinn Michelle Carslund nú hannað nýja barnalínu sem ætti að gleðja yngstu meðlimi fjölskyldunnar. Michelle er helst þekkt fyrir einfaldar og barnalegar teikningar sínar, en margir kannast ef til vill við hinn pastellitaða heim sem Michell hefur skapað, með fallegum trjám og feimnum dýrum sem loka augunum um leið og þú lítur á þau. Vörulínan inniheldur meðal annars gólfmottu, veifur, teppi, rúmfatnað, handklæði og þvottapoka.
Lesa meira
Lesa meira

Lokum snemma vegna landsleiks

Næstkomandi föstudag, þann 22. júní, mun Ísland spila annan leik sinn á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Við hjá Ásbirni Ólafssyni höfum því ákveðið að loka fyrirtækinu klukkan 14:00 þann dag. ÁFRAM ÍSLAND!
Lesa meira
Lesa meira

Sonax fótboltaleikur

Viltu vinna fótbolta eins og þann sem notaður er á HM í Rússlandi? Taktu þátt í fótboltaleik Sonax og þú gætir unnið Adidas Telestar fótbolta að verðmæti 20.000 krónur og fötu fulla af Sonax bílhreinsivörum!
Lesa meira
Lesa meira

Snapple sumarleikur

Við vorum að fara af stað með skemmtilegan Snapple sumarleik á Instagram. Til að taka þátt þarftu einfaldlega að taka sumarlega og girnilega mynd af Snapple, setja hana á Instagram og merkja #snapple_ísland og #snapple. Þetta gæti verið mynd sem sýnir Snapple flöskuna eða jafnvel lokið á flöskunni, en lokin innihalda sniðugar og skemmtilegar staðreyndir. Föstudaginn 29. júní veljum við svo fjórar bestu myndirnar. Vinningshafarnir fá kassa af Snapple í bragðtegund að eigin vali ásamt sex fallegum Kastehelmi glösum frá Iittala til að fullkomna drykkinn.
Lesa meira
Lesa meira

Sumaropnun

Nú höfum við breytt opnunartímanum á skrifstofunni og í sýningarherberginu okkar. Nú lokar skrifstofan og sýningarherbergið kl. 16 alla virka daga. Opnunartími lagersins helst óbreyttur í sumar en hann er opinn alla virka daga til kl. 17.
Lesa meira
Lesa meira

Fyrirmyndarfyrirtæki 2018

Á dögunum hlaut Ásbjörn Ólafsson ehf. titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki 2018 í flokki stórra fyrirtækja. Það er okkur sannur heiður að taka á móti þessari miklu viðurkenningu frá VR annað árið í röð.
Lesa meira
Lesa meira