Nýtt vörumerki - Pepperidge Farm

Okkur langar að kynna til leiks eitt besta kex sem hefur fengist á íslenskum markaði. Ásbjörn Ólafsson ehf. tók nýverið í sölu þrjár tegundir frá heimsfræga kex framleiðandanum Pepperidge Farm.
Lesa meira
Lesa meira

Magic Forest – Ný barnalína frá Södahl í samstarfi við Michelle Carlslund

Í samstarfi við Södahl hefur teiknarinn og hönnuðurinn Michelle Carslund nú hannað nýja barnalínu sem ætti að gleðja yngstu meðlimi fjölskyldunnar. Michelle er helst þekkt fyrir einfaldar og barnalegar teikningar sínar, en margir kannast ef til vill við hinn pastellitaða heim sem Michell hefur skapað, með fallegum trjám og feimnum dýrum sem loka augunum um leið og þú lítur á þau. Vörulínan inniheldur meðal annars gólfmottu, veifur, teppi, rúmfatnað, handklæði og þvottapoka.
Lesa meira
Lesa meira

Lokum snemma vegna landsleiks

Næstkomandi föstudag, þann 22. júní, mun Ísland spila annan leik sinn á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Við hjá Ásbirni Ólafssyni höfum því ákveðið að loka fyrirtækinu klukkan 14:00 þann dag. ÁFRAM ÍSLAND!
Lesa meira
Lesa meira

Sonax fótboltaleikur

Viltu vinna fótbolta eins og þann sem notaður er á HM í Rússlandi? Taktu þátt í fótboltaleik Sonax og þú gætir unnið Adidas Telestar fótbolta að verðmæti 20.000 krónur og fötu fulla af Sonax bílhreinsivörum!
Lesa meira
Lesa meira

Snapple sumarleikur

Við vorum að fara af stað með skemmtilegan Snapple sumarleik á Instagram. Til að taka þátt þarftu einfaldlega að taka sumarlega og girnilega mynd af Snapple, setja hana á Instagram og merkja #snapple_ísland og #snapple. Þetta gæti verið mynd sem sýnir Snapple flöskuna eða jafnvel lokið á flöskunni, en lokin innihalda sniðugar og skemmtilegar staðreyndir. Föstudaginn 29. júní veljum við svo fjórar bestu myndirnar. Vinningshafarnir fá kassa af Snapple í bragðtegund að eigin vali ásamt sex fallegum Kastehelmi glösum frá Iittala til að fullkomna drykkinn.
Lesa meira
Lesa meira

Sumaropnun

Nú höfum við breytt opnunartímanum á skrifstofunni og í sýningarherberginu okkar. Nú lokar skrifstofan og sýningarherbergið kl. 16 alla virka daga. Opnunartími lagersins helst óbreyttur í sumar en hann er opinn alla virka daga til kl. 17.
Lesa meira
Lesa meira

Fyrirmyndarfyrirtæki 2018

Á dögunum hlaut Ásbjörn Ólafsson ehf. titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki 2018 í flokki stórra fyrirtækja. Það er okkur sannur heiður að taka á móti þessari miklu viðurkenningu frá VR annað árið í röð.
Lesa meira
Lesa meira

Nýjar Múmín könnur frá Arabia

Hið hringlaga Múmínhús og hin hlýlega og notalega stofa þess eru myndefni nýju Múmínkannanna. Stærri kannan (Moominhouse) sýnir Múmínhúsið að utan og með henni fylgir sniðugt keramík lok. Minni kannan (Afternoon in parlor) sýnir Múmínhúsið að innan og hentar vel til að bera fram mjólk með kaffinu eða sósur, t.d. með eftirréttinum.
Lesa meira
Lesa meira

Lokað annan í hvítasunnu 21. maí

Lokað verður mánudaginn 21. maí vegna hvítasunnunnar. Við opnum aftur 7:30 á þriðjudaginn!
Lesa meira
Lesa meira

Sonax fremst í flokki bílhreinsivara!

Enn og aftur skorar Sonax hæst í atkvæðagreiðslu lesenda þýsku bílatímaritanna „Auto Bild”, „Auto motor und sport” og „Auto Zeitung”. Nýjasta lesendakönnun tímaritsins „Auto Bild" - „Bestu vörumerkin í öllum flokkum" - staðfestir leiðandi stöðu Sonax enn einu sinni, en 69,7% lesenda „Auto Bild" telja að Sonax sé besta vörumerkið meðal bílhreinsivara. Það traust og trúverðugleiki sem Sonax nýtur, samanborið við aðrar tegundir, er mjög greinilegt. Sá framleiðandi sem var í öðru sæti var með 41%, en aðeins 37,3% lesenda kusu vörumerkið sem lenti í þriðja sæti. Niðurstöðurnar voru birtar í útgáfu 13/2018 þann 29. mars með titlinum „Þeir sem lesendur okkar treysta".
Lesa meira
Lesa meira