Friendship bollinn loksins fáanlegur á Íslandi!

Friendship bollinn kom fyrst á markað vorið 2018 og var fyrst um sinn einungis seldur í Finnlandi. Frá og með 4. mars næstkomandi verður bollinn einnig fáanlegur í íslenskum verslunum! Bollinn er skreyttur mynd úr bók Tove Jansson frá árinu 1960, Who will comfort Toffle? (Hver vill hugga Krílið? í þýðingu Þórarins Eldjárns). Friendship línan sem kom fyrst út árið 2015 inniheldur því nú krús, krukku, könnu, fat, stóra skál og stóran disk.
Lesa meira
Lesa meira

Bollu-, Sprengi-, Öskudagur

Við erum með frábært úrval af vörum fyrir bolludaginn, sprengidaginn og öskudaginn! Kíktu á úrvalið og vertu með allt klárt fyrir komandi daga.
Lesa meira
Lesa meira

Ásbjörn Ólafsson ehf. valinn Innflutningsaðili ársins 2018 í Evrópu af Sonax

Ásbjörn Ólafsson ehf. hefur verið valinn Innflutningsaðili ársins 2018 í Evrópu af Sonax! Við höfum verið umboðsaðili þessara frábæru bílhreinsivara um áratuga skeið og erum afar stolt af árangrinum
Lesa meira
Lesa meira

Ninny, ósýnilega barnið, verður hluti af Múmín borðbúnaðarlínunni frá Arabia

Þann 4. mars næstkomandi kemur á markað ný lína af Múmínborðbúnaði sem myndskreyttur er með sögunni um ósýnilega barnið Ninny annars vegar og Múmínsnáðanum hins vegar. Báðar línurnar innihalda krús, skál og disk, en ein Evra af hverjum seldum Ninny eða Múmínsnáðabolla hér á landi árið 2019 mun renna til Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.
Lesa meira
Lesa meira

Teema borðbúnaðurinn nú fáanlegur í litnum Powder

Einn af styrkleikum Teema vörulínunnar er fallegir litir og þær skemmtilegu litasamsetningar sem hægt er að raða saman með ólíkum Teema litum. Litir eru uppfærðir reglulega til að halda Teema litasamsetningunum í samræmi við tískustrauma hverju sinni. Nýjasti liturinn, Powder, blandast fallega við aðra liti í Teema línunni.
Lesa meira
Lesa meira

Sea Blue er litur ársins hjá Iittala

Liturinn Sea Blue er litur ársins 2019 hjá Iittala. Liturinn Sea blue vísar í sólríkan dag í fallegum eyjaklasa og kvöldsund eftir notalegt gufubað. Einstaklega afslappandi!
Lesa meira
Lesa meira

Raami - Ný borðbúnaðarlína frá Iittala

Norrænt matarborð er þema ársins 2019 hjá Iittala. Sérstök áhersla er lögð á borðhald og smávöru, en vörumerkið er þekkt á heimsvísu fyrir sérþekkingu á glervinnslu og hágæða glerlitum. Í ár kynnir Iittala til sögunnar nýja borðbúnaðarlínu sem hönnuð er af Jasper Morrison.
Lesa meira
Lesa meira

Opnunartími yfir jól og áramót 2018

Opnunartími yfir jól og áramót 2018
Lesa meira
Lesa meira

10, 20 og 30 ára starfsafmæli!

Í vikunni heiðruðum við gott fólk sem heldur upp á starfsafmæli í ár. Hjörtur sérfræðingur í innflutningi og tollaafgreiðslu, Hanna Rut sölufulltrúi á sérvörusviði og Birgir Már vefstjóri fagna 10 ára starfsafmæli. Rósberg sölufulltrúi á neytendavörusviði og jafnframt fulltrúi okkar fyrir norðan heldur upp á 20 ára afmæli og Jón Auðunn eða Nonni, alt muligt maðurinn okkar hefur verið hjá okkur í heil 30 ár.
Lesa meira
Lesa meira

Ásbjörn Ólafsson ehf. – Framúrskarandi fyrirtæki 2018

Það er okkur mikil ánægja og sannur heiður að segja frá því að annað árið í röð er Ásbjörn Ólafsson ehf. í hópi framúrskarandi fyrirtækja Creditinfo. Einungis 2% íslenskra fyrirtækja standast þau ströngu skilyrði um styrk og stöðugleika sem sett eru. Til þess að eiga kost á viðurkenningunni þurfa fyrirtæki að uppfylla strangt gæðamat byggt á faglegum kröfum og greiningu Creditinfo. Viðurkenning þessi er okkur því mikils virði.
Lesa meira
Lesa meira