Teema borðbúnaðurinn nú fáanlegur í litnum Powder

Einn af styrkleikum Teema vörulínunnar er fallegir litir og þær skemmtilegu litasamsetningar sem hægt er að raða saman með ólíkum Teema litum. Litir eru uppfærðir reglulega til að halda Teema litasamsetningunum í samræmi við tískustrauma hverju sinni. Nýjasti liturinn, Powder, blandast fallega við aðra liti í Teema línunni.
Lesa meira
Lesa meira

Sea Blue er litur ársins hjá Iittala

Liturinn Sea Blue er litur ársins 2019 hjá Iittala. Liturinn Sea blue vísar í sólríkan dag í fallegum eyjaklasa og kvöldsund eftir notalegt gufubað. Einstaklega afslappandi!
Lesa meira
Lesa meira

Raami - Ný borðbúnaðarlína frá Iittala

Norrænt matarborð er þema ársins 2019 hjá Iittala. Sérstök áhersla er lögð á borðhald og smávöru, en vörumerkið er þekkt á heimsvísu fyrir sérþekkingu á glervinnslu og hágæða glerlitum. Í ár kynnir Iittala til sögunnar nýja borðbúnaðarlínu sem hönnuð er af Jasper Morrison.
Lesa meira
Lesa meira

Opnunartími yfir jól og áramót 2018

Opnunartími yfir jól og áramót 2018
Lesa meira
Lesa meira

10, 20 og 30 ára starfsafmæli!

Í vikunni heiðruðum við gott fólk sem heldur upp á starfsafmæli í ár. Hjörtur sérfræðingur í innflutningi og tollaafgreiðslu, Hanna Rut sölufulltrúi á sérvörusviði og Birgir Már vefstjóri fagna 10 ára starfsafmæli. Rósberg sölufulltrúi á neytendavörusviði og jafnframt fulltrúi okkar fyrir norðan heldur upp á 20 ára afmæli og Jón Auðunn eða Nonni, alt muligt maðurinn okkar hefur verið hjá okkur í heil 30 ár.
Lesa meira
Lesa meira

Ásbjörn Ólafsson ehf. – Framúrskarandi fyrirtæki 2018

Það er okkur mikil ánægja og sannur heiður að segja frá því að annað árið í röð er Ásbjörn Ólafsson ehf. í hópi framúrskarandi fyrirtækja Creditinfo. Einungis 2% íslenskra fyrirtækja standast þau ströngu skilyrði um styrk og stöðugleika sem sett eru. Til þess að eiga kost á viðurkenningunni þurfa fyrirtæki að uppfylla strangt gæðamat byggt á faglegum kröfum og greiningu Creditinfo. Viðurkenning þessi er okkur því mikils virði.
Lesa meira
Lesa meira

Nýjar vörur - Síld, kavíar, sælgæti og kökur

Kíktu á allar nýju vörurnar sem við vorum að bæta við vöruvalið okkar!
Lesa meira
Lesa meira

Nú mega jólin koma!

Við erum búin að taka upp allar fallegu jólavörurnar í fallega sýnishornaherberginu okkar. Hit - Jólavörurnar eru einstaklega fallegar þetta árið Kersten - Jólakerti, skraut á jólatréð og aðrir skrautmunir Södahl - Dagatalskertin og dagatalið frá Södahl er ótrúlega smart þetta árið. Þú getur fundið smákökubox, glimmerkönglakerti, jólaservíettur, jólapoka, jólaskraut, jólakertastjaka, jólaseríur, talandi jólafígúrur, jólahnetubrjótar og jólabolla hjá okkur en þetta er aðeins brot af því úrvali sem við erum með í boði fyrir þessi jól. Við bjóðum viðskiptavini velkomna í hlýja og notalega jólastemningu, í sýnishornaherberginu okkar á 2. hæð hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. á Köllunarklettsvegi 6, 104 Reykjavík.
Lesa meira
Lesa meira

Hryllilegt hrekkjavökutilboð!

Frábært hrekkjavökutilboð á kökum og sælgæti! Tilboðið gildir til 8. nóvember eða á meðan birgðir endast!
Lesa meira
Lesa meira

Light snowfall - vetrarlína Moomin 2018

Nýjasti vetrarlínan í Moomin ber heitið Light Snowfall. Myndefnið sýnir Múmínsnáðann upplifa snjókomu og vetur í fyrsta sinn þegar hann vaknar óvenju snemma úr dvala. Múmínsnáðinn verður fyrst svolítið hissa en svo alveg rosalega spenntur. Hann kastar snjó aftur fyrir sig, fleygir sér í snjóinn og fylgist með snjókorni lenda á trýninu sínu og bráðna. Er ekki veturinn frábær?!
Lesa meira
Lesa meira