Múmínálfarnir fara í kvöldsund

Nú er komið að annarri útgáfu af sex hluta seríu frá Arabiu. Sumarkrúsin árið 2019 heitir Evening Swim og sækir innblástur í sögur Tove Jansson. Upphaflega sagan “Desert Island” var fyrst gefin út í enska blaðinu Evening News árið 1955. Myndirnar sem Arabia notar til að myndskreyta vörulínuna sýna Múmínálfana njóta frísins á meðan þeir synda í sólsetrinu. Vörulínan samanstendur af krús, diski, tveimur litlum skeiðum og tveimur múmínfígúrum Tooticky og Míu. Krúsin, diskurinn og skeiðarnar verða aðeins fáanlegar í takmörkuðu magni frá 6. maí.
Lesa meira
Lesa meira

Ný vörumerki í búsáhöldum & gjafavöru

Við erum ákaflega stolt af nýju vörumerkjunum okkar, Villa Collection og Zone Denmark. Villa collection leggur mikla áherslu á "dansk hygge" sem nú er orðið alþjóðlegt hugtak. Þeirra mantra er að núverandi tískustraumar eigi að vera aðgengilegir og auðvelt að fylgja án þess að fórna gæðum og stíl vörunnar. Markmið Villa er að framleiða framleiða hönnunarvörur sem eru handunnar með ástríðu og eiga heima á öllum heimilum. Skoða Villa Collection vörurnar Athugið - verð birtast aðeins innskráðum viðskiptavinum! Sækja um aðgang að vefverslun Zone er hönnunarmerki sem á rætur sínar að rekja til Danmerkur. Hönnuðir Zone leggja áherslu á lausnir, naumhyggju og gæði. Vörurnar frá Zone eru hagnýtar og eiga allir að geta notið þeirra. Þau hafa skýr markmið um að hönnunin eigi að endurspegla tímann hverju sinni, ásamt því að hreyfa við manni.
Lesa meira
Lesa meira

Nýtt - Krydd fyrir stóreldhúsin

Við vorum að fá mikið af nýjum og spennandi kryddum undir vörumerki Ásbjörns Ólafssonar ehf. Í dag eru kryddin eru 24 talsins og komum við til með að auka vöruvalið þegar líður á. Kryddin koma í handhægum "baukum" fyrir stóreldhúsin, með lokanlegum tappa sem hægt er að stjórna magninu við hverja notkun og jafnframt halda gæðum kryddsins eins lengi og kostur er.
Lesa meira
Lesa meira

Mótanlegt vegan fars

Undanfarið hefur verið mikil vaking tengd vegan-lífsstílnum. Að velja grænni valkost er fyrir marga sjálfsagt val og ástæðurnar eru margar, s.s. umhverfisvernd, heilsusjónarmið og dýravernd. Hollur og grænn lífsstíll er þessum hóp mikilvægur bæði í skólanum, veitingastöðum og á heimilinu.
Lesa meira
Lesa meira

Ásbjörn Ólafsson ehf. styrkir Mottumars

Árlegt árveknis- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá körlum er hafið. Ásbjörn Ólafsson ehf. styrkir að sjálfsögðu átakið með ýmsum hætti svo sem með kaupum á sokkum fyrir alla karlkyns starfsmenn fyrirtækisins.
Lesa meira
Lesa meira

Stoltur styrktaraðili íslenska landsliðsins í hestaíþróttum

Við hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. höfum staðið þétt við íslenska landsliðið í hestaíþróttum síðustu ár og tilkynnum með stolti að nýlega skrifuðum við undir fjögurra ára áframhaldandi samstarfssamning við Landssamband Hestamannafélaga.
Lesa meira
Lesa meira

Friendship bollinn loksins fáanlegur á Íslandi!

Friendship bollinn kom fyrst á markað vorið 2018 og var fyrst um sinn einungis seldur í Finnlandi. Frá og með 4. mars næstkomandi verður bollinn einnig fáanlegur í íslenskum verslunum! Bollinn er skreyttur mynd úr bók Tove Jansson frá árinu 1960, Who will comfort Toffle? (Hver vill hugga Krílið? í þýðingu Þórarins Eldjárns). Friendship línan sem kom fyrst út árið 2015 inniheldur því nú krús, krukku, könnu, fat, stóra skál og stóran disk.
Lesa meira
Lesa meira

Bollu-, Sprengi-, Öskudagur

Við erum með frábært úrval af vörum fyrir bolludaginn, sprengidaginn og öskudaginn! Kíktu á úrvalið og vertu með allt klárt fyrir komandi daga.
Lesa meira
Lesa meira

Ásbjörn Ólafsson ehf. valinn Innflutningsaðili ársins 2018 í Evrópu af Sonax

Ásbjörn Ólafsson ehf. hefur verið valinn Innflutningsaðili ársins 2018 í Evrópu af Sonax! Við höfum verið umboðsaðili þessara frábæru bílhreinsivara um áratuga skeið og erum afar stolt af árangrinum
Lesa meira
Lesa meira

Ninny, ósýnilega barnið, verður hluti af Múmín borðbúnaðarlínunni frá Arabia

Þann 4. mars næstkomandi kemur á markað ný lína af Múmínborðbúnaði sem myndskreyttur er með sögunni um ósýnilega barnið Ninny annars vegar og Múmínsnáðanum hins vegar. Báðar línurnar innihalda krús, skál og disk, en ein Evra af hverjum seldum Ninny eða Múmínsnáðabolla hér á landi árið 2019 mun renna til Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.
Lesa meira
Lesa meira