Einn af styrkleikum Teema vörulínunnar er fallegir litir og þær skemmtilegu litasamsetningar sem hægt er að raða saman með ólíkum Teema litum. Litir eru uppfærðir reglulega til að halda Teema litasamsetningunum í samræmi við tískustrauma hverju sinni. Nýjasti liturinn, Powder, blandast fallega við aðra liti í Teema línunni.

Liturinn powder er fágaður, heitur og hlutlaus litur sem hefur fallega mýkt. Hann er góður bakgrunnur undir öll litríku innihaldsefnin sem hægt er að nota í matargerð ásamt því sem hann leyfir matnum að njóta sín.

Fyrst um sinn verða framleiddir diskar í þremur stærðum (17, 21 og 26 cm), skálar í tveimur stærðum (15 og 21 cm) og 30 cl kaffikrús.