Going on Vacation
Going on Vacation

Nýjasta Múmín vörulínan, Going on Vacation, er fyrsti kaflinn af sex í nýrri seríu af Múmín vörum. Vörulínan samanstendur af krús, diski, tveimur litlum skeiðum og tveimur múmínfígúrum, Múmínmömmu og Múmínpabba. Krúsin, diskurinn og skeiðarnar verða aðeins fáanlegar í takmörkuðu magni frá 4. maí.

Múmínfjölskyldan hefur ákveðið að fara í sumarfrí á yfirgefna eyju. Allir pakka nauðsynlegustu hlutunum eins og sundfatnaði, veiðistöngum og að sjálfsögðu nesti.

Á meðan veltir hópur vísindamanna fyrir sér hvað Múmínálfarnir eru að bralla. Sumir vísindamennirnir eru hávaxnir, en aðrir eru lágvaxnir og sumir þeirra eru gamlir á meðan aðrir eru ungir. Þeir spá í veðrinu og hvernig það muni koma til með að breytast. Múmínfjölskyldan hefur engar áhyggjur af viðvörunum þeirra og heldur áfram að pakka niður. Múmínpabba langar að komast í veiði og Múmínsnáðinn ætlar að baka pönnukökur.

Eyjan var mikilvæg fyrir Tove Jansson

Þessi fyndna og skemmtilega sumarsaga er uppfull af eftirvæntingu og gleði. Myndirnar eru byggðar á upprunalegum teikningum úr bók Tove Jansson, Moomin’s Desert Island frá árinu 1955. Skapari Múmínálfanna, Tove Jansson, naut lífsins á eyjunni og þeirrar ró og kyrrðar sem þar var. Fyrir hana þýddi það að búa á sinni eigin eyju frelsi og tækifæri til að skapa sinn eiginn heim. Sagan er innblásin af hennar eigin reynslu. Þegar hún skapaði Múmínpabba hafði hún föður sinn, Viktor “Faffan” Jansson í huga. Eins og Múmínpabbi þá elskaði hann hafið, ævintýri og að drekka viský.

Múmínfígúrurnar snúa aftur

Árið 1990 komu út skemmtilegar fígúrur eftir Tuulikki Pietilä, en þær voru afar vinsælar meðal safnara. Á síðasta ári hóf Arabia aftur framleiðslu og gaf út Múmínsnáðann og Snorkstelpuna. Í ár eru það Múmínpabbi og múmínmamma sem bætast við.

  

Going on Vacation krús