Okkur langar að kynna til leiks eitt besta kex sem hefur fengist á íslenskum markaði. Ásbjörn Ólafsson ehf. tók nýverið í sölu þrjár tegundir frá heimsfræga kex framleiðandanum Pepperidge Farm.

Fyrirtækið var stofnað af ungri móður í New York, að nafni Margaret Rudkin. Hún byrjaði að baka árið 1937 fyrir yngsta son sinn sem var með astma og ofnæmi fyrir unnum mat. Í framhaldi af því fóru aðrir foreldrar að sína bakstri hennar áhuga og vildu gjarnan versla af henni- var þá ekki aftur snúið. Árið 1947, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, opnar hún sitt fyrsta bakarí í Norwalk. Á ferð sinni um Evrópu í kringum 1950 kynntist Margaret súkkulaðibitakökum og fór hún að þróa sínar eigin uppskriftir með sínum hágæða vörum. Fyrirtækið er nú í eigu Campbell soup. Pepperidge Farm kexin eru í dag eitt af mest seldu premium kexum í Bandaríkjunum og í Evrópu. Við mælum með að þú prufir!

 

Skoða nánar