Íslenski landsliðshópurinn í flokki fullorðinna
Íslenski landsliðshópurinn í flokki fullorðinna

Við hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. höfum staðið þétt við íslenska landsliðið í hestaíþróttum síðustu ár og tilkynnum með stolti að nýlega skrifuðum við undir fjögurra ára áframhaldandi samstarfssamning við Landssamband Hestamannafélaga.

Nýlega voru kynntar breytingar á landsliðsmálum, en breytingarnar fela í sér að nú verða landsliðshóparnir virkir allt árið um kring og koma að ýmsum viðburðum, mótum og sýningum sem eru til þess fallnar að efla hestaíþróttina og styrkja landsliðið til árangurs. Nýir landsliðshópar voru jafnframt kynntir en um er að ræða landsliðshóp í flokki fullorðinna og svo einnig U21 landsliðshóp.

 Íslenski landsliðshópurinn U21
Íslenski landsliðshópurinn U21

Við hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. hlökkum til að fylgjast með landsliðshópunum okkar á næstu árum. Áfram Ísland!