NÝ VARA - HAUPT LAKRITS

Fékk hugmyndina á Íslandi!

Christian Haupt og kona hans Camilla hafa verið lakkrís- og súkkulaðiáhugafólk í mörg ár. Árið 2012 hafði Christian áform um að hefja súkkulaðiframleiðslu en eftir frí á Íslandi árið 2013 skipti hann snarlega um skoðun og ákvað að einbeita sér að lakkrísnum.

,,Á Íslandi varð ég heillaður af því hvernig Íslendingar blanda saman lakkrís og súkkulaði og um leið og ég kom heim úr fríinu fór ég af stað með Haupt Lakrits“ segir Christian. Í kjölfarið leitaði Christian ásamt samstarfsfólki sínu út um allan heim að réttum innihaldsefnum og birgjum. Markmiðið var ljóst frá upphafi - að búa til besta lakkrís í heiminum! Hann vildi framleiða sætan og saltan lakkrís sem væri ólíkur öðrum lakkrís ásamt því sem hann vildi framleiða súkkulaðihúðaðan lakkrís. Því næst voru keyptar vélar, fleira fólk var ráðið og viðeigandi húsnæði var fundið í Kista, rétt norðan við Stokkhólm. Nú var allt klárt!
 
Rétt í tæka tíð fyrir sænsku lakkríshátíðina í Stokkhólmi í mars 2014, kynnti fyrirtækið fyrstu tvær vörur sínar, CHOK og KRISP, báðar innblásnar af íslenskri lakkrís og súkkulaðisamsetningu. Vörurnar voru báðar súkkulaðihúðaður lakkrís, önnur með stökkri sykurhúð og hin húðuð með asísku lakkrísdufti.
 
 
,,Þar sem umbúðirnar bárust ekki í tæka tíð þurfti að redda málunum tímabundið og því voru keyptar glerkrukkur sem þurfti að handlíma seint kvöldið áður en lakkríshátíðin hófst“ segir Christian og hlær.
 
Þrátt fyrir að varan væri ekki í réttum umbúðum voru gestir hátíðarinnar afar ánægðir með vörurnar og það gaf fyrirtækinu byr undir báða vængi. Í maí 2014 voru fyrstu vörurnar sendar til endursöluaðila í Svíþjóð.
 
Eftir lakkríshátíðina var áhersla lögð á að leggja loka hönd á uppskriftina á sætum og söltum lakkrís og í ágúst 2014, eftir að hafa prófað vel yfir 50 mismunandi uppskriftir, kynntu þeir lakkrís með 9% hráu lakkrísdufti frá Calabria á Ítalíu.
 
Christian heldur áfram; ,,Það er alltaf góð tilfinning að leyfa viðskiptavinum að smakka lakkrísinn okkar í fyrsta sinn. Flestir eru hissa á því hversu bragðmikill og sérstakur lakkrís getur verið“.
 
Christian og samstarfsfólk hans trúir því að hugsunin um lakkrís sem sælgæti sé að fara að breytast og þeim langar að leiða þessa breytingu. ,,Fyrir um 30 árum uppgötvuðu margir dökkt, hágæða súkkulaði eftir að hafa aðeins borðað mjólkursúkkulaði. Við erum viss um að það sama muni gerast varðandi lakkrís og við teljum að margir muni veita uppruna innihaldsefna, framleiðsluaðferðum og aukaefnum meiri eftirtekt" segir Christian.
 
Ljóst er að Haupt Lakrits er rétt að taka sín fyrstu skref en fyrirtækið ætlar sér að halda áfram að leika sér með lakkrís og þróa áfram bragð og notkunarmöguleika.
 
í dag bjóðum við uppá tvær gerðir af jólalakkrís og fjórar gerðir af klassískum lakkrís. Vörurnar eru í sölu hjá Bast og verða vonandi fáanlegar víðar á næstunni.
 
 
Haupt lakkrís