Við vorum að taka í sölu nýtt súkkulaði, kakó og panela frá Casa Luker.

 

Casa Luker framleiðir allt sitt súkkulaði í Kólumbíu og notast fyrirtækið eingöngu við Fino De Aroma vottaðar Criollo og Trinitarian kakóbaunir. Fino De Aroma er alþjóðleg kakóflokkun (ICCO) en um það bil 8% af öllum þeim kakóbaunum sem eru framleiddar í heiminum eru með Fino De Aroma vottun. Hver kakóbaun er um 50% kakósmjör og 50% kakómassi. Casa Luker notar óhreinsað kakósmjör í sína framleiðslu. Óhreinsað kakósmjör er mun dekkra og bragðmeira heldur en hreinsað kakósmjör. Flestir aðrir súkkulaðiframleiðendur nota hreinsað kakósmjör en það má rekja ástæðuna fyrir því til snyrtivörubransans. Margir súkkulaðiframleiðendur selja kakósmjör til framleiðslu á snyrtivörum og þá þarf það að vera hreinsað. Casa Luker er stolt af því að skera sig úr og notast einungis við hágæða óhreinsað kakósmjör. Casa Luker framleiðir eingöngu Single Origin súkkulaði og blandar því ekki saman baunum frá mismunandi löndum í framleiðsluna. Af þeim ástæðum koma karaktereinkenni hverrar tegundar vel í ljós. Súkkulaðið er ætlað fyrir stóreldhúsamarkað og er fáanlegt í 2,5 kg pokum. Til gamans má geta að keppendur í Kokki ársins 2018 notuðu súkkulaði frá Casa Luker í sína eftirrétti.

 

Casa Luker framleiðir einnig kakó sem er 100% náttúrulegt kakóduft sem er einstaklega bragðmikið. Oft er kakó meðhöndlað með basískum efnum til að dekkja lit þess en þessi meðhöndlun dregur úr bragðinu. Kakóið frá Casa Luker er ekki meðhöndlað með basískum efnum og er því ljóst.

Panela er óhreinsaður hrásykur sem er eingöngu búinn til úr þurrkuðum syrkurreyrsafa. Bragðið minnir örlítið á karamellu en hægt er að nota Panela á nákvæmlega sama hátt og annan sykur. Panela inniheldur meðal annars steinefni og A, B, C, D & E vítamín.

 

 Skoða vörumerkið Casa Luker