Fara í efni

Innskráning

 

Nýtt ferskt pizzadeig

Á dögunum fékk Ásbjörn Ólafsson umboð fyrir ferskt pizzadeig frá Danmörku en það er nú þegar komið í sölu í verslunum landsins.

Fyrirtækið sem framleiðir pizzadeigið heitir Humlum og er staðsett í Hjerm Danmörku. Humlum var stofnað árið 1980 og hefur í gegnum tíðina sérhæft sig í tartalettum en framleiðir einnig fersk deig, bæði fyrir netyendamarkað og stóreldhús.

Þeirra markmið er að framleiða vörur sem létta fjölskyldufólki að útbúa góðar og fljótlegar máltíðir. Humlum pizzadeigið er einmitt sniðið að þessum þörfum en Íslendingar elska að útbúa pizzur, hvort sem er í kvöldmatinn heima eða í veisluna. Nældu þér í Humlum pizzadeig úr kælinum, rúllaðu því út og raðaðu álegginu á. Einfaldara verður það ekki.

Pizzadeig með skráargati! 

Pizzadeigin koma í eftirfarandi pakkningum:

400 gr klassískt deig

400 gr góft deig

550 gr fjölskyldudeig

Grófa pizzadeigið er merkt skráargatinu, en það uppfyllir ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna og ber merki um að vera hollari en önnur pizzadeig. Það inniheldur minni sykur og salt, meiri trefjar og hollari fitu.

Tillaga að uppskrift:

  •  Humlum gróft pizzadeig
  •  Pizzasósa
  •  2 Mozzarellakúlur
  •  Tómatar
  •  Rauðlaukur
  •  Klettasalat
  •  Parmesan ostur
  •  Olífu olía