Borðbúnaður frá Bitz hefur alltaf notið mikilla vinsælda og nú bætist við skemmtileg glerlína sem heitir Kusintha. Glerið er endurunnið og kemur í fallegum litum sem passa vel við núverandi Bitz borðbúnað. Kusintha þýðir breyting og mun salan á vörunum stuðla að breytingum fyrir börn í Malaví í samstarfi við Rauða krossinn í Danmörku.
Markmiðið er að safna 1.000.000 DKK á 5 árum sem tryggir að minnsta kosti uppsetningu á 25 vatnsbrunnum í Malaví.

Hér má finna nánari upplýsingar um verkefnið: www.kusintha.dk

Litríkt endurunnið gler

Kusintha glerið er framleitt á Spáni og er úr endurunnu gleri sem gefur vörunum einstakt og hrátt útlit. Glerið hefur grænan undirtón en öðrum litum er náð fram með úðun.

Með hverri keyptri vöru úr Kusintha línunni styður þú við börn í neyð í Malaví.

 

MIX & MATCH

Fallegu litirnir í Kusintha línunni eru vandlega valdir í þeim tilgangi að þeir passi vel við aðra liti og gljáa í Bitz keramikinu.
Dekkið upp borðið með litríku keramiki og gleri frá Bitz – Ekkert nema ímyndunaraflið setur þér mörk!

Meðhöndlun: Kusintha línan er ekki ætluð í stóreldhús en má þvo u.þ.b. 200 x í hefðbundinni uppþvottavél, eftir það er hætta á að liturinn dofni.

Skoða nýjungar frá Bitz