Abba

Við vorum að taka inn 4 nýjar tegundir af Abba síld. Síldin er veidd við strendur Norður Noregs (Lofoten) á tímabilinu 20. september til enda októbers. Þetta er stærsta og besta síldin sem Abba er með, einstaklega fiturík og bragðgóð. Krukkurnar eru frá 220-240gr.

Ásbjörn hefur selt Abba síld í 3kg krukkum til stórnotenda í fjölda ára og erum við stolt af því að geta boðið heimilum landsins upp á þessar gæða vörur í handhægum krukkum.

Til viðbótar við síldina hófum við sölu á fínkorna kavíar í litlum 80gr. glerkrukkum. 

Kalles

Nú eru komnar 2 tegundir af kavíar í túpum sem fljótlegt er að setja á brauðið eða hrökkbrauðið!

Dan Cake

5 nýjar tegundir í kökuúrvalið frá Dan Cake!

Carletti

Nýju vörurnar frá Carletti eru 4 og hver annarri betri! Pokarnir eru 80gr.