Evening swim in Arabia’s seasonal collection

Nú er komið að annarri útgáfu af sex hluta seríu frá Arabiu. Sumarkrúsin árið 2019 heitir Evening Swim og sækir innblástur í sögur Tove Jansson. Upphaflega sagan “Desert Island” var fyrst gefin út í enska blaðinu Evening News árið 1955. Myndirnar sem Arabia notar til að myndskreyta vörulínuna sýna Múmínálfana njóta frísins á meðan þeir synda í sólsetrinu.
Vörulínan samanstendur af krús, diski, tveimur litlum skeiðum og tveimur múmínfígúrum Tooticky og Míu. Krúsin, diskurinn og skeiðarnar verða aðeins fáanlegar í takmörkuðu magni frá 6. maí.

Evening swim
-Synt við sólríka eyju

Múmínfjölskyldan er í sumarfríi á yfirgefinni eyju. Þau tóku með sér ýmsa mis gagnlega hluti. Á eyjunni hitta þau hóp sjóræningja sem týndist fyrir mörgum árum. Þau hitta
einnig Mímlu (Mymble) í fyrsta sinn, en Múmínsnáðinn bjargaði henni úr sökkvandi skipi.

Rautt sólsetrið speglast á vatninu og gerir það enn girnilegra. Steinn og
viðarspýta breytast í fínasta stökkpall og Múmínfjölskyldan og Mímla stinga sér í vatnið. Sundspretturinn fullkomnar daginn þeirra! 

Tove Jansson

Tove Janssson teiknaði sína fyrstu teiknimyndaseríu árið 1929, þegar hún var aðeins 15 ára gömul. Á þeim tíma var heldur óvenjulegt fyrir unga stúlku að vera teiknimyndateiknari. Árið 1954 teiknaði Tove sína fyrstu Múmín seríu fyrir enskan útgefanda og bróðir hennar Lars, hjálpaði henni að þýða textablöðrurnar.
Árið 1959, fannst Tove orðið yfirþyrmandi að teikna Múmínálfana og bað Lars bróðir sinn að aðstoða sig. Fyrir þann tíma hafði Lars ekki teiknað neitt í Múmín, “ekki eitt strik” eins og hann sagði eitt sinn.

Sumarlínan 2019 er fáanleg á Íslandi frá 6. maí. Múmínfígúrurnar í ár eru Tooticky og Mía litla

Sumarlínan 2019 er fáanleg á Íslandi frá 6. maí. Múmínfígúrurnar í ár eru Tooticky og Mía litla