Anamma - Mótanlegst vegan fars
Anamma - Mótanlegst vegan fars

Bylting í matargerð

Bylting í vegan matargerð

Undanfarið hefur verið mikil vaking tengd vegan-lífsstílnum. Að velja grænni valkost er fyrir marga sjálfsagt val og ástæðurnar eru margar, s.s. umhverfisvernd, heilsusjónarmið og dýravernd. Hollur og grænn lífsstíll er þessum hóp mikilvægur bæði í skólanum, veitingastöðum og á heimilinu.

Það er því vaxandi þörf hjá kokkum fyrir fleiri veganvænar vörur sem hægt er að vinna sjálfur með, leyfa sköpunargleðinni að njóta sín og búa til bragðgóða rétti sem hægt er að setja sinn eigin svip á. 

Anamma er leiðandi á Norðurlöndunum í framleiðslu á frosnum réttum fyrir grænkera. Það er mikið lagt upp úr því að lágmarka umhverfisáhrif í framleiðslu og allar vörurnar eru framleiddar í Svíþjóð. Anamma hefur það að markmiði að það eigi að vera einfalt að elda og borða veganvænar vörur og leggur metnað sinn í að bjóða upp á gott úrval í þessum flokki.

Vegan er framtíðin

Vegan er framtíðin

 

SÞ, WHO og fræðimenn eru sammála: heilsunnar og umhverfisins vegna verðum að minnka neyslu okkar á kjöti, og þá sérstaklega rauðu kjöti. Á sama tíma viljum við fá alla þá næringu sem líkaminn þarfnast. Veganvörurnar frá Anamma skilja eftir sig mjög lítið kolefnisspor þar sem engar dýraafurðir eru notaðar. Næringarlega séð innihalda vörurnar okkar allt það prótein sem við þurfum. Próteinið kemur úr sojabaunum sem eru ein besta uppspretta próteina sem völ er á.

Vörurnar okkar eru einfaldar í matreiðslu og í flestum tilvikum er hægt að nota hvaða uppskrift sem er og skipta út kjöti fyrir eina af okkar girnilegu vörum úr jurtaríkinu.

Nýjung! Mótanlegt vegan fars

Nýjung! Mótanlegt vegan fars

Til þess að mæta sívaxandi eftirspurn eftir valmöguleikum fyrir þá sem kjósa vegan- og grænmetisfæði kemur nú á markaðinn mótanlegt fars frá Anamma - vegan, glúteinfrítt fars sem auðvelt er að móta.

Látið þiðna, bragðbætið og mótið eftir eigin höfði. Það gerist varla einfaldara! Veganfarsið mótast mjög auðveldlega og fær girnilegt yfirborð sama hvort það er steikt á pönnu eða í ofni.

Með mótanlega farsinu frá Anamma er nú mögulegt að búa til bollur, buff, hleifa, borgara og fjölmarga aðra rétti fyrir grænmetisætur og grænkera og jafnframt bæta við þínu persónulega bragði og stíl.

 

Kostir mótanlega farssins:

 • Mótanlegt
 • Vegan
 • Eggja- og mjólkurlaust
 • Skráargatsmerkt
 • Glútenlaust
 • Auðvelt að bragæðbæta eftir smekk
 • Búðu til klassíska rétti frá grunni
 • Hátt prótíninnihald (15 gr pr. 100 gr)

Upplýsingar um vöruna:

 • Vörunúmer: 07012012
 • 4 x 850 gr
 • Innihaldslýsing:
 • Vatn, sojaprótein, repjuolía, laukur, salt, krydd, náttúruleg bragðefni, karamellíseraður sykur, bindiefni (metýlsellulósi).
 

Næringargildi:

 • Orka KJ   687
 • Orka, kcal   164
 • Fita, g   9,6
 • þar af mettuð   0,8
 • Kolvetni   1,5
 • þar af sykurtegundir, g    0,8
 • Protein, g   15
 • Salt, g   0,8

 

 

Sækja PDF kynningu