Nýjasta vetrarlínan í Moomin ber heitið Light Snowfall. Myndefnið byggir á bók Tove Jansson ,,Moominland Midwinter" sem kom út árið 1957.

Light Snowfall

Í bókinni er fjallað um þegar Múmínsnáðinn upplifir snjókomu og vetur í fyrsta sinn eftir að hafa vaknað óvenju snemma úr dvala. Múmínsnáðinn verður fyrst svolítið hissa en svo alveg rosalega spenntur. Hann kastar snjó aftur fyrir sig, fleygir sér í snjóinn og fylgist með snjókorni lenda á trýninu sínu og bráðna.  Honum finnst veturinn alveg hreint frábær!

Í línunni er bolli, skál, tvær skeiðar og mini bollar, en þeir koma saman fjögur stykki í fallegri lítilli öskju. Línan verður fáanleg í takmarkaðan tíma frá 19. október 2018.

 Light Snowfall

Light Snowfall