Eftir beiðni frá danska kökuframleiðandanum Dan Cake mun Ásbjörn Ólafsson ehf innkalla 350g sjónvarpsköku (drømmekage), strikamerki 5709152018462 með best fyrir dagsetningar 28/8, 2/9, 22/9, 28/9, aðrar dagsetningar eru í lagi.

Ástæða: Möguleiki á myglu fyrir síðasta söludag í einhverjum kökum.

Varan hefur verið tekin úr sölu hjá heildsala og unnið er í að endurheimta vörur úr verslunum.

Neytendur sem hafa keypt kökuna með þessum dagsetningum eru beðnir að skila vörunni í viðkomandi verslun.

Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við:
Hildur Soffía Vignisdóttir
8201146