Ásbjörn Ólafsson er einn af styrktaraðilum sýningarinnar Innblásið af Aalto: með sjálfbærni að leiðarljósi sem fram fer í Norræna húsinu, en sýningin er hluti af 50 ára afmælisdagskrá hússins og framlag þess á HönnunarMars 2018.

 Aalto vasinn

Sýningin tekur fyrir húsgagna- og aðra innanhússhönnun eftir finnska arkitektinn Alvar Aalto, sem og valda meistarahönnuði sem hafa starfað undir áhrifum hans. Á sýningunni má m.a. finna fallegar Aalto vörur frá Iittala, bæði eftir Alvar og Aino Aalto. Allir hönnuðir á sýningunni eiga sammerkt að hafa unnið fyrir hönnunarfyrirtækið Artek, sem Alvar Aalto var meðstofnandi að árið 1935. Markmiðið með sýningunni er ekki bara að kynna hina einstöku hönnun Aalto, heldur einnig framsýnar hugmyndir hans um gæði, sjálfbærni og sambandið milli góðrar hönnunar og betra samfélags.


Aðgangseyrir á sýninguna er einungis 500 krónur og börn yngri en 14 ára og eldri borgarar fá ókeypis aðgang. Sýningin er opin alla daga frá kl. 10-17 nema miðvikudaga þá er opið til kl. 21. Ath. ókeypis er inn á sýninguna á miðvikudögum. 

 

Skoða viðburð