Þema haustsins

Þegar haustið skellur á með öllum sínum lægðum og dimmu kvöldum snúa mörg okkar aftur í hversdagslega rútínu. Við verjum meiri tíma heima fyrir og njótum þess að slaka á. Við viljum flest gera umhverfi okkar notalegra og bjóða fólki að kíkja í heimsókn.

Iittala býður upp á hlýlega og fallega hluti sem hjálpa til við að skapa réttu stemninguna.

Í ár sækir Iittala innblástur í norræna náttúru; litsnauðan gróður og mjúka birtu. Bláir tónar blandast saman við milda jarðliti og skapa rólegt en jafnframt heillandi umhverfi.

 Valkea
Harri Koskinen 2018

Valkea kertastjakinn hefur klassískar og mjúkar línur og fæst í sex fallegum litum; seablue, turquoise, sand, rain, grey og clear. 

Stjakinn vísar í stemninguna í Norður Finnlandi þar sem fólk nýtur dimmunnar á veturna og haustin. Finnsk heimili eru flest skreytt flöktandi kertaljósum sem skapa notalegt og vinalegt andrúmsloft. Valkea stjakinn gefur heimilislega hlýju, með líflegum skuggum sem dansa á veggjum heimilisins. Finnska orðið Valkea þýðir “hvítur”.

 Leimu

Hinn nútímalegi og klassíski Leimu lampi færir huggulegt andrúmsloft inn á heimilið.
Sérhver lampi er munnblásinn í Iittala verksmiðjunni í Finnlandi.
Lampinn er væntanlegur í þriðju og minnstu stærðinni (240 mm * 165 mm) í þremur fallegum litum: grey, copper og moss green.

 Nappula

Nappula kertastjakinn varð til þegar hönnuðurinn Matti Klenell heimsótti Nuutajärvi glerlistasafnið og fell fyrir óvenjulega löguðu borði.
Lögun stjakanna er í senn nútímaleg og klassísk en stjakarnir fást í ýmsum stærðum, gerðum og litum sem gaman er að raða saman á mismunandi hátt.
Nú í haust eru nokkrar nýjar týpur væntanlegar, þar af stjaki úr gleri og fjögurra arma kertastjaki sem tilvalið er að nota sem aðventustjaka!

 Kaasa

Kaasa kertastjakinn var hannaður af Ilkka Suppanen, en hann sótti innblástur í lituð ljós sem vísa sjómönnum veginn þegar siglt er við strendur Finnlands.
Hringlaga lögun stjakans gefur milda og fallega birtu.
Sérhver kertastjaki er einstakur þar sem glerið er munnblásið af sérþjálfuðu starfsfólki Iittala en miðja stjakans er gerð úr ryðfríu stáli. Stjakinn er nú fáanlegur í nokkrum fallegum litum en nýjasti stjakinn verður í litnum clear/rosegold.
 

Ultima Thule
Tapio Wirkkala 1968

Ultima Thule línan var hönnuð af Tapio Wirkkala árið 1968 og fagnar því 50 ára afmæli í ár. Við hönnun línunnar sótti Wirkkala innblástur til Lapplands en línan vísar í bráðinn klaka, en sagan segir að til hafi verið eyjan Ultima Thule sem staðsett var langt í norðri. Hún hafi verið grafin í ís og snjó og þar hafi sólin aldrei sést.

Í tilefni af stórafmæli Ultima Thule vörulínunnar verður hún í fyrsta sinn framleidd í lit.  Hinn dularfulli og glæsilegi litur rain varð fyrir valinu. Nýji liturinn er tenging við landslag norðurhluta Finnlands. Framleiddar verða skálar, glös, karöflur og kertastjakar í litnum rain ásamt því sem kertastjakinn verður einnig framleiddur í litnum grey.

Vörulínan er öll framleidd í Finnlandi.

 

 

 

Birds by Toikka
Snow Finch 175x70mm
Oiva Toikka 1972

Sérhver Iittala fugl er handgerður og einstakur og vekur mikla lukku hjá fagurkerum, söfnurum og fuglaáhugafólki. Við hönnun nýjasta fuglsins, Snow Bird, var innblástur sóttur í norræna náttúru og fegurðina sem hvítur snjór býr yfir.
 
Fuglinn hefur fallegan glæran búk með hvítum skellum og goggurinn er grár og sanseraður.
 
Munnblásinn í Finlandi.

Í framleiðslu ágúst til desember 2018.

Essence
Alfredo Häberli 2001

 

Í haust verða Essence glös og karöflur framleiddar í lit í takmarkaðan tíma (ágúst – desember 2018). Glösin eru munnblásin í Iittalaverksmiðjunni í Finnlandi.
Framleidd verða 35 cl glös í 3 litum:  dark grey, moss green & pale pink og karöflur (100 cl) í 2 litum: moss green & pale pink.

 

Teema
Kaj Franck 1952

Teema borðbúnaðarlínan er í senn einföld, fjölhæf, endingargóð og tímalaus. Stellið er fáanlegt í nokkrum litum sem gaman er að raða saman ásamt því sem það blandast mjög vel með öðrum borðbúnaðarlínum frá Iittala. 

Hvítu Teema vörurnar eru meðal mest seldu varanna fyrir jólin og var því ákveðið að setja saman morgunverðarsett sem inniheldur nauðsynlega hluti til að bjóða upp á morgunmat fyrir tvo. Nýja morgunverðarsettið er tilvalin gjöf fyrir Teema safnarann eða þann sem ætlar að byrja að safna.

 

Settið inniheldur:
Teema krús 0,3L white 2 stk
Teema skál 15cm white 2 stk
Teema diskur 21cm white 2 stk

 

Settið kemur í fallegri gjafaöskju og er í boði í takmarkaðan tíma.

 

 Jólakúlur

Það er eitthvað einstakt við jólin. Þetta er sá tími sem fjölskyldan kemur saman og skreytir jólatréð. Náttúruleg og einföld nálgun er alltaf falleg. Notaðu hvítan, grænan eða hinn sígilda rauða lit eða blandaðu litunum saman til að gera skreytingarnar persónulegri. Hjá Iittala er einfaldleikinn alltaf lykilatriði.

Askja með fimm jólakúlum úr munnblásnu gleri í mismunandi rauðum lit, selt í fallegri hringlóttri hattaöskju.

Ótímabundin framleiðsla.