Iittala nýjungar haust 2019
Iittala nýjungar haust 2019

Á hverju hausti fáum við fallegar nýjungar frá Iittala sem við bíðum spennt eftir að taka upp. Þetta haust er engin undantekning en í ár sækir Iittala innblástur í norrænt matarborð og býður upp á fallegar nýjungar meðal annars frá Taika, Valkea og Essence.
Iittala er einnig með fallegar nýjungar í lýsingu en þegar sumarið líður undir lok og skammdegið tekur við þykir okkur flestum afar notalegt að kveikja á kertum og fallegum lömpum til að skapa réttu stemninguna.

Taika

Klaus Haapaniemi 2007
Heikki Orvola 2006

Taika Siimes er ferskt og litríkt mynstur sem tengir saman núverandi Taika vörulínur við nýja myndskreytingu og liti. Í ár eru áherslulitir grænn og bleikur.

Nýja mynstrið frá Taika passar vel við núverandi Taika og hægt að blanda saman á skemmtilegan hátt. 

Siimes sem þýðir skuggi, vísar til þess staðar þar sem dýrin dvelja frá sólinni á heitum sumardegi.

Citterio 98

Antonio Citterio & Glen Oliver Löw 1998

Ný Rose Gold hnífapör og salatáhöld bætast við í Citterio línuna og verður nú hluti af sterkri borðbúnaðarlínu Iittala.

Virva

Matti Klenell 2019

Virva er borðlampi úr gleri og stendur á fjórum svörtum stálfótum. Virva skapar áhugavert og mjúkt ljós þegar kveikt er á lampanum og sýnir vel fallegan skúlptúr þess. Utanaðkomandi birta fellur einnig vel á lampann. 

Lampinn kemur í tveimur mildum jarðlitum, Linen og Dark Grey. Passar einstaklega vel inn á íslensk heimili.  

Glerið á Virva hefur tvennskonar mynstur á hliðunum. Öðrum megin er hann þverröndóttur og hinum megin skáröndóttur, þannig að hægt er að stilla honum upp á mismunandi vegu. 

Innblástur

Þegar Matti Klenell hannaði Virva rannsakaði hann arfleifð Iittala glersins og hvaða form það hefur haft í gegnum árin.
Hann fylltist innblæstri af formum sem veittu ró og að í lampanum myndi ljósið endurspegla fallega birtu þegar kveikt er á honum. 
Á sama tíma hefur lampinn áhugavert og tímalaust útlit þegar það er slökkt á honum og hann tekur á sig utanaðkomandi birtu.

Valkea

Harri Koskinen 2018

 

Valkea kertastjakinn með sínum klassísku, mjúku línum fer með okkur langt til norður Finnlands þar sem íbúar taka á móti myrkri haustsins og vetursins. Finnsk heimili eru skreytt með flöktandi logum sem skapa hlýlegt og notalegt andrúmsloft.

Tveir nýir litir í ár, Cranberry og Sevilla Orange sem passa einstaklega vel fyrir haustið og jólin.

Alvar Aalto Collection

 Skál 75mm cranberry

Aalto 75 mm skálin færir okkur tímalausan glæsileika Norrænar glerhönnunar bæði til heimilisnota og á matarborðið.
Aalto skálarnar er tilvaldar til að geyma litla hluti, framreiða eftirrétti, sósur, snakk o.sfrv.
Fáanleg í nokkrum mismunandi litum og nú loksins í Cranberry.

Birds by Toikka 

Oiva Toikka 1972

 

Takmarkalaus innblástur og ímyndunarafl Oiva Toikka finnur sér farveg í glerfuglunum hans. Sérhver fugl er einstakt og munnblásið listaverk.
Einstök gjöf fyrir fagurkera, safnara og fuglaáhugafólk. Hluti af vörulínu sem heldur áfram í sölu.

Hver fugl Toikka er einstakt munnblásið listaverk. Upprunalegi Queenfisher (Beltaþyrill) fuglinn í nýjum litum.
Litríkur lítill fugl sem hentar vel í jólapakkann. Goggurinn er Cranberry rauður, glært höfuð og blár búkur.

Essence

 Alfredo Häberli 2001

 

Aðlaðandi árstíðabundnir litir sem skapa spennu og nýjung í vörulínunni.
Dark Grey og Moss Green vatnsglösin ásamt nýju Sea Blue karöflunni er nýjasta viðbótin í Essence línunni. Sea Blue er einmitt litur ársins.