Friendship bollinn úr Moomin línu Arabia!
Friendship bollinn úr Moomin línu Arabia!

Friendship bollinn kom fyrst á markað vorið 2018 og var fyrst um sinn einungis seldur í Finnlandi. Frá og með 4. mars næstkomandi verður bollinn einnig fáanlegur í íslenskum verslunum! Bollinn er skreyttur mynd úr bók Tove Jansson frá árinu 1960, Who will comfort Toffle? (Hver vill hugga Krílið? í þýðingu Þórarins Eldjárns). Friendship línan sem kom fyrst út árið 2015 inniheldur því nú krús, krukku, könnu, fat, stóra skál og stóran disk.

Friendship bollinn

 

Krílið er einmanna lítil vera

Myndefnið á nýja bollanum sýnir stundina þegar tvær einmanna Múmínpersónur, Krílið (Toffle) og Stráið (Miffle), hittast á fallegu engi á Jónsmessunótt.  Aðalpersóna sögunnar er Krílið feimna sem skortir hugrekki til að tala við aðra. Hann er alltaf einn í húsinu sínu, en einn daginn fær hann nóg af einverunni og rýkur út um miðja nótt. Krílið ráfar um og sér ánægjuna sem allir aðrir fá úr lífinu þar til hann finnur flöskuskeyti frá annarri einmanna sál, Stráinu. Hún er dauðhrædd við hávaðann í Morranum og kallar því á hjálp. Krílið ákveður að leita að Stráinu. Hann finnur hana og heyrir ógnvekjandi hávaðann frá Morranum úr fjarlægð. Hann er viti sínu fjær úr ótta en reynir að vera hugrakkur þar sem hann veit að Stráið er enn hræddari en hann. Krílið kemur Morranum í opna skjöldu þegar hann bítur Morrann í skottið þannig að hann fælist í burtu. Svona er sagan um hvernig Krílið og Stráið hittust í fyrsta sinn á heitri sumarnóttu og hófu ævilanga ástarsögu sína.

Friendship framhlið

 

Tímalaus saga um ótta og vináttu

Sagan er bæði ljóð- og sjónræn og hana má túlka á marga vegu. Fullorðnir lesendur sjá Morrann oft sem andlegt fyrirbæri frekar en raunverulega persónu þar sem hann birtist í hvert sinn sem þú gerir eitthvað nýtt og ógnvænlegt eins og Krílið gerði í sögunni. Höfundurinn, Tove Jansson, fékk hugmyndina að sögunni þegar hún fékk eitt sinn sent ástarbréf frá aðdáanda sem var undirritað með nafninu Knytted, en það merkir lítill poki á sænsku. Í kjölfarið fékk Tove löngun til að skrifa um fólk eins og Krílið og Stráið, en Miffle merkir eitthvað lítið og einskis nýtt. Ætlun hennar var að skemmta lesendum, en á sama tíma veita þeim huggun.

Friendship línan

Friendship bollinn