Chai latte Tiger Spice
Chai latte Tiger Spice

David Rio var stofnað í San Fransisco árið 1996 og hefur síðan þá samtvinnað Austurlenskar hefðir og áhrif við Vestræna nýsköpun og tækni. David Rio varð strax markaðsleiðandi í “premium” Chai drykkjum í Bandaríkjunum og hefur haldið þeirri stöðu síðan þá. Fyrirtækið notast einungis við bestu fáanleg hráefni í framleiðslu sinni og koma þau frá öllum heimshornum. David Rio leitast stanslaust við að bæta vörulínur sínar ásamt því að þróa nýjar vörur. Allar vörur fyrirtækisins eru án glúteins, hertrar fitu og transfitu og þær eru einnig án erfðabreyttra efna.

Við hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. erum að selja tvær tegundir af Chai latte frá David Rio, Elephant Vanilla og Tiger Spice.

Chai latte Elephant Vanilla 1814 grElephant Vanilla er fyrsta Chai latte sem David Rio setti á markað og hefur hún haldið vinsældum sínum frá byrjun. Kremkennd og bragðmikil blanda af svörtu tei og hágæða kryddum eins og vanillu og kanil.

Chai latte Elephant Vanilla 1814gr
Vnr. 630857778
-30% afsláttur
Verð áður: 7.062 kr.
Verð nú: 4.943 kr.

Chai latte Tiger Spice 1814gr

Tiger Spice er ein vinsælasta varan hjá David Rio en hún hefur hlotið viðurkenningar og verðlaun. Kremkennd og bragðmikil blanda af svörtu tei og hágæða kryddi eins og kanil, kardimommum og negulnöglum.

Chai latte Tiger Spice 1814gr
Vnr. 630858881
-30% afsláttur
Verð áður: 7.062 kr.
Verð nú: 4.943 kr.

 

Hægt er að bera Chai Latte fram bæði heitt og kalt en það má einnig nota duftið í annað en drykki, til dæmis bakstur og eftirrétti.

Skoða vörur frá David Rio

 

Salt karamellu Chai latte uppskrift

Salt karamellu Chai Latte er hin fullkomna blanda af sætu og krydduðu bragði í bolla. Við hvetjum þig til þess að prófa þessa uppskrift með Elephant Vanilla Chai latte frá David Rio.

 1. Setjið 2-3 matskeiðar af Chai Latte dufti í
  200ml af heitu vatni/mjólk og blandið vel
  saman.
 2. Bætið við skoti af uppáhalds salt karamellu-
  sírópinu út í og klípu af salti. Hrærið vel.
 3. Skreytið með þeyttum rjóma og karamellusósu.
  Berið strax fram.