Stoltur styrktaraðili íslenska landsliðsins í hestaíþróttum

Við hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. höfum staðið þétt við íslenska landsliðið í hestaíþróttum síðustu ár og tilkynnum með stolti að nýlega skrifuðum við undir fjögurra ára áframhaldandi samstarfssamning við Landssamband Hestamannafélaga.
Lesa meira
Lesa meira

Ylfa Guðrún og lið Kerckhaert sigurvegarar Meistaradeildar Líflands og Æskunnar

Lokamót Meistaradeildar Líflands og æskunnar fór fram í síðastliðið miðvikudagskvöld og gekk Kerckhaert liðinu frábærlega! Védís Huld sigraði gæðingafimina, Ylfa Guðrún varð í fjórða sæti og Kerckhaert liðið sigraði liðabikarinn. Í flugskeiðinu fór Glódís Rún með sigur af hólmi, Hákon Dan varð áttundi og Kerckhaert liðið sigraði liðabikarinn aftur. Ylfa Guðrún sigraði einstaklingskeppnina með 43,5 stig og er því sigurvegari Meistaradeildar Líflands og æskunnar. Í liðakeppninni þá varð lið Kerckhaert lang stigahæst með 477 stig. Við erum mjög stolt af þessu flotta liði og getum með sanni sagt að „Kerckhaert komi manni alla leið!“
Lesa meira
Lesa meira

Lið Kerckhaert sigraði aftur!

Annað mót í Meistaradeild Líflands og æskunnar fór fram í gærkvöldi. Þá var keppt í tölti en lið Kerckhaert vann liðabikarinn, annað mótið í röð. með 102,5 stig. Védís Huld sigraði, Glódís Rún varð í þriðja sæti og Ylfa Guðrún í fjórða. Hákon Dan er slasaður og gat því miður ekki verið með að þessu sinni. Í heildarstigakeppninni leiðir Kerckhaert með 199 stig. Frábær árangur hjá þessu flotta liði. Áfram Kerckhaert!
Lesa meira
Lesa meira

Lið Kerckhaert leiðir eftir fyrsta mót

Við hjá Ásbirni höfum flutt inn skeifur, fjaðrir og aðrar vörur tengdar járningum frá Kerckhaert í nokkur ár. Við erum dugleg að styðja við bakið á hinum ýmsu mótum, liðum og viðburðum tengda hestamennskunni. Höfum verið stoltir styrktaraðilar íslenska landsliðsins í hestaíþróttum í mörg ár. Í Meistaradeild Líflands og æskunnar styrkjum við eitt lið sem heitir einfaldlega Kerckhaert. Liðsmenn Kerckhaert eru fjórir flottir og efnilegir knapar; Ylfa Guðrún og Hákon Dan eru úr Fáki og systurnar Glódís Rún og Védís Huld eru úr Sleipni.
Lesa meira
Lesa meira