Karl Ómar Jónsson
Karl Ómar Jónsson

Karl Ómar Jónsson hefur hafið störf hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. sem deildarstjóri Stóreldhúsasviðs.

Karl eða Kalla í Esju kannast flestir við en hann átti og stofnaði Esju Gæðafæði í u.þ.b. 20 ár. Kalli þekkir vel til á stóreldhúsamarkaðnum og er hann spenntur fyrir því að takast á við ný og skemmtileg verkefni með sölumönnunum á Stóreldhúsasviðinu.

Sjá lista yfir alla starfsmenn


 

 

Svava Kristjánsdóttir lét af störfum hjá fyrirtækinu en hún hefur unnið hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. í um 17 ár. Svava ætlar að skella sér á skólabekk eftir margra ára fjarveru og bæta við sína þekkingu.

Starfsfólk Ásbjörns Ólafssonar ehf. vill þakka Svövu kærlega fyrir gott samstarf og óska henni velfarnaðar í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur og jafnframt bjóða Kalla velkominn til starfa.