A simple mess er danskt vörumerki sem hannað er af Louise Dorf. Louise Dorf er þekktust fyrir innanhússinnslög í þættinum Go‘morgen Danmark. Hún var einnig ritstjóri á dönsku innanhússhönnunartímariti ásamt því sem hún stýrði sjónvarpsþætti sem snerist um að stílisera heimili áður en þau voru sett á sölu.
 
Louise segist elska þegar einföld óreiða á heimilum sýnir að þar býr fólk. Hún hefur nú hannað sitt eigið vörumerki með skrautmunum og gjafavörum fyrir heimilið, en eins og nafnið gefur til kynna þá fagnar hönnuðurinn eðlilegri og einfaldri óreiðu sem endurspeglar að verið sé að lifa lífinu. Það er pláss fyrir leiki, græjur og jafnvel illgresi í vösum á borðstofuborðinu. Henni þykir spennandi að heimsækja heimili með notalegum sóðaskap þar sem þú færð tilfinningu fyrir því hvers konar fólk býr þar, en það er þess konar óreiða sem gefur heimilinu hlýju og karakter.
 
Louise hefur nú nýtt bakgrunn sinn og ástríðu fyrir að skreyta og gera fallegt í kringum sig, til að hanna vörulínu þar sem lagt er áherslu á náttúruleg efni og einstakt handverk. Næstum því allt í vörulínunni er handgert og framleitt án gerviefna. Þar að auki inniheldur vörulínan nokkra einstaka hluti sem eru aðeins framleiddir í takmörkuðu magni. Vörulínan hefur skapandi og kvenlegan blæ og byggir á hennar eigin teikningum og hönnun ásamt því sem hún er undir áhrifum frá öllum heimshornum.