Fara í efni

Innskráning

 

Ásbjörn Ólafsson fyrirmyndarfyrirtæki 2021

Ásta Friðrika Björnsdóttir sölustjóri sérvöru hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. tekur við viðurkenningu frá…
Ásta Friðrika Björnsdóttir sölustjóri sérvöru hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. tekur við viðurkenningu frá Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR.

Á dögunum hlaut Ásbjörn Ólafsson ehf. titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki 2021 í flokki meðalstórra fyrirtækja. Það er okkur sannur heiður að taka á móti þessari miklu viðurkenningu frá VR í þriðja sinn.

Viðurkenningin byggir á könnun sem er send á alla félagsmenn VR og þúsundir annarra starfsmanna á almennum vinnumarkaði og er könnunin ein sú viðamesta vinnumarkaðskönnun sem gerð er hér á landi.