Árlegt árveknis- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá körlum er hafið.

Ásbjörn Ólafsson ehf. styrkir að sjálfsögðu átakið með ýmsum hætti svo sem með kaupum á sokkum fyrir alla karlkyns starfsmenn fyrirtækisins.

Inn á heimasíðu Krabbameinsfélagsins geta einstaklingar og fyrirtæki stutt við átakið með kaupum á vörum tengdum Mottumars. Þannig styrkir þú rannsóknir, fræðslu og forvarnir auk þess að vekja athygli starfsmanna eða viðskiptavina á átakinu.