Frá vinstri: Sólveig Unnur, Hanna Rut, Birgir Már, Hjörtur, Rósberg, Jón Auðunn, Guðmundur Karl.
Frá vinstri: Sólveig Unnur, Hanna Rut, Birgir Már, Hjörtur, Rósberg, Jón Auðunn, Guðmundur Karl.

Í vikunni heiðruðum við gott fólk sem heldur upp á starfsafmæli í ár. Hjörtur sérfræðingur í innflutningi og tollaafgreiðslu, Hanna Rut sölufulltrúi á sérvörusviði og Birgir Már vefstjóri fagna 10 ára starfsafmæli. Rósberg sölufulltrúi á neytendavörusviði og jafnframt fulltrúi okkar fyrir norðan heldur upp á 20 ára afmæli og Jón Auðunn eða Nonni, alt muligt maðurinn okkar hefur verið hjá okkur í heil 30 ár.

Það eru mikil verðmæti í því fólgin fyrir Ásbjörn Ólafsson ehf að eiga aðgang að þekkingu og reynslu sem spannar svo langan tíma. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir tryggð við fyrirtækið og dugnað í störfum sínum og væntum áframhaldandi framlags næstu áratugi!